Morgunn - 01.12.1954, Síða 42
Úr sálrænni reynslu Ed. Morrell.
★
í bók sinni: „The Twenty-Fifth Man“, segir Ed. Morrell
mjög nákvæmlega frá sálrænni reynslu sinni, meðal ann-
ars fyrirbrigðum, sem að dómi hans sönnuðu honum ótví-
rætt vitaða tilvist utan jarðnesks líkama síns, með fullri
meðvitund. 1 hinni furðulegu og óvenjulegu reynslu hans
felast traust og óvefengjanleg rök fyrir veruleik þessa
fyrirbrigðis, sem ekki verður hnekkt. Landstjórinn í Ari-
zona-ríkinu, George W. P. Hunt, hefur staðfest, að hann
segi satt og rétt frá reynslu sinni. Jack London þekkti
hann ágætlega og bók hans: „The Star Rover“, er byggð
á reynslu Ed. Morrell. Meginatriðin í reynslu hans eru á
þessa leið:
Ed. Morrell var lokaður inni í ríkisfangelsi og varð að
þola þar harðar og ægilegar pyndingar, en vafasamt er,
hvort einn eða fleiri af föngum þeim, sem þar voru, hafi
þolað slíkar þjáningar, sem urðu hlutskipti hans. Eitt •
píslartækið, sem iðulega var notað, nefndist „the bloody
strait jacket“, spennitreyja. Sú, sem notuð var að þessu
sinni, var tvöföld og hin ytri féll fast að hinni. Píslar-
treyja þessi var gerð úr segldúk. I þessum stellingum var
öll hreyfing óhugsanleg og vöðvastarfsemin heft. En þetta
þótti ekki nóg. Þegar hún hafði verið reyrð utan um hann,
var vatni dælt á hana, en við það herptist segldúkurinn
enn meir saman og þrengdi nú enn meir að líkama hans.
Að fáum mínútum liðnum fannst Morrell sem hann væri
stunginn með glóandi járnum um líkamann og sársaukinn
varð að ægilegum kvölum, óbærilegri og sárari en unnt er
að ímynda sér. Fáir lifðu slíkar pyndingar lengi . . . Hægt
og hægt var fórnarlambið kramið til dauða. Sá, sem hefur