Morgunn - 01.12.1954, Síða 50
128
MORGUNN
ar. Og í þingbundnu konungsríki fer ráðuneytið með um-
boð konungsins og stjórnardeildirnar með umboð ráðu-
neytisins. Þannig kom það í hlut skrifstofuvalds verka-
mannastjórnarinnar norsku að segja til um, hver væri hin
sanna og rétta kenning um helvíti.
Blöðin, sem andvíg voru prestaveldinu, kröfðust þess,
að helvíti væri numið úr lögum. Sjónarmið þeirra var, að
það væri vansæmandi menningarþjóð að trúa slíkum þvætt-
ingi. Og var ekki, þegar allt kom til alls, konungurinn,
þ. e. a. s. ríkisstjórnin höfuð kirkjunnar? Var það þá ekki
rétt af ríkisstjórninni að nota nú vald sitt til þess að
breyta kenningu kirkjunnar og „sýkna“ biskupinn? Pró-
fessor Frede Castberg, háskólakennari í lögum, reit fræði-
lega grein til að sanna, að ríkis, ríkisvaldið gæti breytt
kenningum og helgisiðum kirkjunnar nær sem því þóknað-
ist. Og Dagbladet, sem andvígt var klerkunum, studdi
málstað prófessorsins með því að hella úr skálum reiði
sinnar yfir því, að norska heimatrúboðið vildi láta ríkið
annast útgjöld kirkjunnar, án þess að hafa nokkuð um
málefni hennar að segja. Það, sem stjórnin gerði, var það,
að hún spurði um álit hinna biskupanna og tveggja for-
stöðumanna guðfræðideildanna í landinu (guðfræðideildar
háskólans og prestaskólans, sem Hallesby-sinnar stjórna).
19. febrúar 1954 var þessari „rannsókn“ á vítiskenn-
ingunni og Schelderup biskupi lokið og niðurstaðan var
birt. Eins og við mátti búast, greindi hinar tvær guðfræði-
stofnanir algerlega á um málið. Hallesby hafði verið kenn-
ari við annan prestaskólann í um það bil 30 ár, en Schelde-
rup biskup er kandídat frá guðfræðideild háskólans. Að-
eins einn biskupanna í landinu áleit Schelderup hafa brot-
ið embættisheit sitt og gengið til andstöðu við játningu
kirkjunnar. Niðurstaðan var því sú, að Schelderup biskup
var „sýknaður“. Deilan varð ekki endanlega leyst. Helvíti
varð ekki numið úr lögum í Noregi. Það setti aðeins niður,
svo að mönnum var leyft að trúa hverju sem þeir vildu
um það.