Morgunn - 01.12.1954, Side 58
136
MORGUNN
eplatrénu okkar, og þeir voru fegurri en orð mín fá lýst“.
Hjúkrunarkonan bætir hér við: „Þetta er þeim mun merki-
legra, sem frú X. trúði ekki á engla og trúði ekki á fram-
haldslífið, alls ekki“. Eftir að hjúkrunarkonan hafði gefið
henni meðal, sagði hún: „Nú ætla ég alltaf að gera það,
sem þið biðjið mig um“. Þegar læknirinn kom inn í sjúkra-
stofuna endurtók hún þetta allt við hann, en þegar hann
hló og sagði, að hún hefði alls ekki verið dáin, sagði hún:
„Verið þér ekki að hlæja. Þetta er allt satt. Ég hef séð
englana og nú er ég búin að ganga í gegnum dauðann“.
Hjúkrunarkonan bætir þessu við: „Þegar andi hennar
skildi endanlega við líkamann tuttugu og fjórum stund-
um síðar, var andlát hennar eins og barn væri að sofna
sætt og vært“.
Þessi sama hjúkrunarkona komst síðar sjálf í opinn
dauðann. Hún segir svo frá því: „Ég heyrði lækninn segja
við hjúkrunarkonuna: Getið þér ennþá fundið slagæðina,
hjúkrunarkona? Mér fannst eins og ég heyrði rödd hans
úr fjarlægð og ekkert svar. Þá brýndi hann róminn og bað
mig að rísa upp, og ég heyrði sjálfa mig svara: Nei, það
vil ég ekki. f þessu ástandi mínu var faðir minn, sem fyrir
nokkurum árum var látinn, hjá mér, og ég sá líka andlit
elsku bróður míns, sem drukknaði, þegar ég var lítil telpa.
En, æ, hliðunum var lokað fyrir mér og ég varð að koma
aftur til jarðlífsins. Ég bið lesendurna að taka eftir, að ég
segi: Æ“.
Vitnisburður sérfræðinganna styður það, sem ég er að
segja. Sir H. Thompson segir: „Niðurstaðan af nákvæmri
athugun minni við fjölmarga dánarbeði er sú, að sjúk-
dómskvalir í andlátinu séu afar fátíðar“. Sir Frederick
Treves, sem var læknir Bretakonungs, segir í endurminn-
ingum sínum: „Það, sem kallað hefur verið dauðaangist,
finna þeir frekar, sem standa við dánarbeðinn, en sjúkl-
ingurinn sjálfur. Síðasti sjúkdómurinn kann að vera lang-
ur, þreytandi og þjáningafullur, en síðustu agnablikin eru
þjáningalaus. Hinn deyjandi maður sýnist stundum berj-