Morgunn


Morgunn - 01.12.1954, Side 63

Morgunn - 01.12.1954, Side 63
MORGUNN 141 sannfærður um hitt, að þegar hann gaf manninum frjáls- an vilja, hafi hann með því opnað dyrnar fyrir margs konar ósamræmi í tilverunni, og að þess vegna gerist nú margt, sem ekki er að vilja hans og hann getur ekki af- stýrt að sinni. En ég trúi því, að raunverulega sé hann al- máttugur, og að þeir, sem hyggja að hann sé fávís eða vanmáttugur, ættu að lesa einhverja af bókum Sir Jeans °g spyrja sjálfa sig því næst, hvort það sé sennilegt, að alheimurinn sé skapaður af heimskingja. Við eigum ekki annars úrkosti en að trúa því, að Guð sé góður, og nú lang- ar mig til að bregða upp mynd fyrir afneiturunum. Ég man það eins og það hefði skeð í gær, að ég var stadd- ur í lítilli stofu í heimili nokkuru í Leeds. Tjöldin voru dregin fyrir gluggana og lítil birta skein í gegnum þau. Paðir og móðir stóðu sorgum hrjáð hjá líkkistu litla barns- ins síns. Ég man það enn, hvernig ljósið, sem komst í gegn- um mjóa rifu milli gluggatjaldsins og gluggakarmsins, hellti gulli sínu á lokka litla drengsins, sem lá á líkbörun- um með veikt bros á marmarahvítri ásjónu sinni. Ég trúði því, að á bak við skuggana hafi verið óendanlega mild og góðviljuð ásjóna og rödd, sem fegin hefði viljað segja við okkur: „Látið þetta vera svo. Þetta er hluti af þeirri byrði, sem mennirnir verða að bera fyrir fávizku, heimsku og synd heimsins. Þið fáið aftur að vefja litla drenginn örm- um ykkar, og þá munuð þið sjá, að ekkert verðmæti glat- ast“. Þessu trúðum við öll þrjú, sem stóðum þarna. Trúir Þú því, að kuldalegt óvinarglott hafi verið þarna á bak við skuggana, kuldahlátur að heimskulegri sjálfsblekking okk- ar? Eða trúir þú því, að á bak við skuggana hafi verið skynsemdarlaus ásjóna einhvers ægilega voldugs heimsk- iugja, sem hafði beðið ósigur fyrir sjálfu sköpunarverki sínu? Við getum ekki annað en trúað á kærleika skapar- uns og mátt hans til að leiða lífið að þeim markmiðum, sem hann hefur sett. Þriðja sönnunargagnið fyrir ódeiðleikanum fær Jesús okkur í hendur.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.