Morgunn


Morgunn - 01.12.1954, Side 68

Morgunn - 01.12.1954, Side 68
146 MORGUNN verður fleira fólki kunnugur, sem hann starfar fyrir, fer á vissan hátt að verða minna sönnunargildi í því, sem fram kemur hjá honum, ef miðilsgáfa hans snýst um endurminn- ingasannanir. Auk þess er í margs konar bókum unnt að fá upplýsingar um mikinn fjölda fólks í litlu þjóðfélagi. Allt gerir þetta sannanamiðlinum erfiðara fyrir að starfa í heimahögum sínum, og fólk fer að efa meir og meir það, sem hjá honum kemur fram, og það jafnt þótt starf hans sá að öllu leyti heilbrigt. Þess vegna er það vafasamt fyrir félag, eins og t. d. S.R.F.Í., að reka til frambúðar miðilsstarf með sama miðl- inum, sem allur þorri fólksins er farinn að þekkja, og sjálf- ur er farinn að þekkja allan þorra fólksins. Þá opnast leið mörgum efasemdum. Margar þessar efasemdir koma ekki til greina, þegar erlendur miðill starfar fyrir ókunnugt fólk. A. m. k. um flest fólkið, sem hann starfar fyrir, veit hann ekkert og á engan aðgang að upplýsingum í blöðum eða bókum um það. Þess vegna mun allflestum þykja miklu meira til um það, sem það fær hjá slíkum miðli en hinum, sem það er orðið kunnugt Auk þess er starf allflestra miðla nokkuð einhæft. Það vitum vér af reynslunni. Þegar farið er að sækja marga fundi hjá sama miðli, fer lítið nýtt að koma fram, heldur að mestu endurtekningar þess, sem áður kom. Og þá fer mörgum að þykja árangurinn ekki þess virði, að eftir honum sé sótzt. Þegar S.R.F.Í. var stofnað, var það ekki ætlun frum- herjanna, að félagið ræki fasta miðilsstarfsemi með sama miðli eða sömu miðlum. En þegar frá byrjun vakti hitt fyrir þeim, að fá hingað erlenda miðla um lengri eða skemmri tíma, a. m. k. jafnhliða því, að tilraunastarfsemi með innlenda miðla væri rekin. Sum sálarrannsóknafélög erlend hafa aldrei haft aðra miðilsstarfsemi en þá, að ráða miðla um skamman tíma í senn. Að öllu þessu athuguðu ákvað stjórn S.R.F.Í að leita eftir erlendum miðli, og árangurinn varð sá, að frú Jean

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.