Morgunn - 01.12.1954, Page 70
148
MORGUNN
fundargestunum sjálfum kominn. Þó munu flestir hafa
farið harla ánægðir af þessum fundum, og þeir voru ekki
fáir, sem fullyrtu, að þeir hefðu aldrei fengið annan eins
árangur af miðilsfundum. Fólkið, sem hún vann fyrir í
fyrsta sinn, sem hún sá það, gat heldur ekki gert sér í
hugarlund að nokkuð af því, sem fram kom á fundunum,
væri með eðlilegum hætti tekið úr vitund miðilsins. Ekk-
ert af því gat þar verið til.
Frú Jean Thompson hélt fjóra skyggnifundi í Guðspeki-
húsinu, eins og áður segir. Fundargestir þar voru rúmlega
eitt hundrað í hvert sinn. Raunar er naumast rétt að tala
um „skyggnifundi“, því að dulheyrnargáfa frúarinnar er
sterkari en skyggnigáfan, og frúin virtist segja meira frá
því, sem hún heyrði, en því, sem hún sá Á öllum þessum
fundum komu fram fleiri og færri athyglisverð atriði.
Á fyrsta fundinum í Guðspekifélagshúsinu sagði frú
Thompson 8 íslenzk nöfn, sem óðara var kannast við í sam-
bandi við framliðna fólkið, sem hún var að lýsa. Sérstak-
lega var glögg og skýr lýsing af ungum pilti, sem miðillinn
kvaðst sjá, að hefði farið af slysförum þannig, að hann
hefði verið á hjólhesti og rekizt á vegg. Hún nefndi nafn
hans og sagði hjá hverjum hann væri í fundarsalnum. Sá
maður kannaðist við þetta allt, ungi pilturinn hafði verið
vinur hans. Frúin hélt áfram: „Þið hafið gengið í sama
skóla. Hann segir, að þú eigir mynd af sér frá þeim tíma.
Hann segir, að þið hafið ferðazt saman, og hann segir, að
hann hafi unnið við vélar og þú líka. Þú hefur gift þig síð-
an hann fór af jörðunni og hann segist hafa komið óboð-
inn í brúðkaupið þitt. Þú hefur ör á fæti eftir meiðsli í
bernsku“. Allt þetta kvað maðurinn vera nákvæmlega rétt,
nema sér væri eðlilega ókunnugt um, hvort þessi látni vin-
ur hefði komið í brúðkaup sitt. Með vissu nefndi frúin rétt
þessi íslenzk nöfn: Siggi, Steindór, Einar, Þóra, Anna,
Elínborg, Pétur, Óli.
Annar fundurinn í Guðspekifélagshúsinu var haldinn
tveim dögum síðar, 16. okt. Enn var lýst mörgu fólki, sem