Morgunn


Morgunn - 01.12.1954, Page 77

Morgunn - 01.12.1954, Page 77
MORGUNN 155 hvað þú ert að tala við mig. Mér þykir vænt um að hitta þig þarna“. Móðirin sagði mér, að allt væri þetta nákvæmlega rétt. Oft kvaðst hún standa fyrir framan myndina hans á þess- um tiltekna stað og tala upphátt við hana, en auðvitað aldrei þegar nokkur væri nálægur eða nokkur vissi til, og stundum hefði sú hugsun hvarflað að mér, hvort þetta væri rétt. „Ég hefði ekkert betra getað fengið fyrir mig á þessum fundi“, sagði móðirin, þegar hún fór út og tár hennar voru þornuð. Þessi kona býr ekki í Reykjavík, að því er ég bezt veit, en er félagi í S.R.F.l. Lýsingarnar á framliðnu fólki af vörum frú Thompson í transi voru ekki fram yfir það, sem vér höfum þekkt hjá íslenzkum miðlum, en mikla furðu margra vakti, hve glögg mörg séríslenzk mannanöfn voru og einnig íslenzk staða- nöfn, þótt sjaldnar kæmu, en um marga var það áreiðan- lega svo, að mest sannfærandi þótti þeim, hve framliðna fólkið, sem sagt var frá, virtist nákunnugt einkamálum jarðnesku vinanna og engu síður því, sem á dagana hafði drifið hjá þeim eftir að framliðni vinurinn dó. Tveir bræð- ur, sem fórust með flugvél fyrir fáum árum, virtust lcoma, er konur þeirra voru saman á fundi. Þeir lýstu atvikum að slysinu og komu með annað, sem var eftirtektarverðara. Þeir töluðu við konur sínar um verðmæt skjöl, sem þeir hváðust vita, að þær hefðu leitað mikið að, en ekki fundið, enda væri það ekki von, því að skjölin hefðu farið með þeim. Um síðustu staðhæfing þeirra er ekkert hægt að full- yrða, en mikið sannanagildi þótti konunum í því, að af vörum erlendrar konu, sem ekkert gat vitað um tilveru þeirra, var þeim sagt, að menn þeirra vissu allt um mikla ^eit þeirra að þessum skjölum eftir andlát þeirra. Skjölin eru ófundin enn. Þessir bræður gerðu aftur vart við sig a fjöldafundi, þar sem konurnar voru, og komu þá með dagsetninguna að slysinu og nánari atvik. 14. okt. áttu ung hjón, Aðalsteinn Maack og kona hans,

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.