Morgunn


Morgunn - 01.12.1954, Page 78

Morgunn - 01.12.1954, Page 78
156 MORGUNN að fá einkafund hjá frú Thompson. Á síðustu stundu gat Aðalsteinn ekki farið, en bróðir hans, Viggó Maack, fór með mágkonu sinni. Miðillinn hafði aldrei séð þetta fólk áður. Óðara og fundurinn hófst sagði stjórnandinn við þau, að þau væru ekki hjón. Hann snéri sér þá fyrst að unga manninum og sagði við hann: Þú ert arkitekt, bygg- ingafræðingur eða eitthvað þess háttar. Þú hefur eitthvað haft að gera með Ameríku. Maack er verkfræðingur og lærði í Ameríku. Þá lýsti hann föður mannsins, en gat ekki náð nafninu betur en með k-o-hljóði. Hann sagði síðan frá látnum bróður mannsins. Þá sagði hann við unga mann- inn, að hann hefði nýlega skipt um húsnæði, en samt væri önnur húsnæðisbreyting í vændum. Hvort tveggja var al- veg rétt. Hann lýsti nákvæmlega veikindum heima hjá ekkju bróður Viggós Maack og sagði, að þessi ekkja væri nýflutt. Það var rétt. Ennfremur sagði hann, að við inn- ganginn í húsi hennar væri eitthvað athugavert, þar stæði látni maðurinn hennar, Pétur Maack, til þess að hjálpa þeim, sem gengju þar um. Þetta þótti athyglisvert vegna þess, að þarna er stigagangurinn handriðslaus og þannig nokkur hætta fyrir þá, sem upp koma. Þá snéri stjórnandi frú Thompson sér að ungu konunni og lýsti látinni móður hennar og nefndi „Sig . . .“, en hún hét Sigríður. Þá sagði hann frá bróður ungu konunnar, sem dó í barnæsku, og taiaði um einkamál ungu konunnar og manns hennar i sambandi við húsnæði þeirra. Því næst sagði stjórnand- inn, að Pétur Maack, ungi, sem væri látinn, vildi minna Aðalstein bróður sinn, mann konunnar, sem fundinn sat, á úrið, og kvaðst vita, að dálítið væri að því, sem auðvelt væri að laga aftur. Þetta könnuðust fundargestir við þann- ig, að Pétur heitinn hafði gefið Aðalsteini bróður sínum úr í fermingargjöf, en nú er trekkjarinn af því brotinn. Þá lýsti hann alveg rétt sjúkleika, sem Aðalsteinn hefur verið haldinn af um skeið. Allt eru þetta hversdagslegir hlutir, en mörgum mun finnast gildi þeirra verða meira en hversdagslegt, þegar

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.