Morgunn - 01.12.1954, Blaðsíða 81
MORGUNN
159
þótti mjög vænt um ísland. Hann segir: Við íslendingar
erum fátækir og smáir, „but we have the spirit“.“ Ég
hygg, að það sé auðvelt að kannast við föður minn, ög-
niund Sigurðsson skólastjóra, af þessari lýsing, þótt ekki
sé lengri.
Frú Thompson hélt áfram: „Maðurinn yðar er hér líka.
Þið eigið dóttur á jörðunni, hún á ungbarn, ég sé það,
maðurinn yðar sýnir mér það, og svo á hún lítinn dreng
og tvær dætur. Þið eigið líka son á jörðunni og hann á son,
sem heitir eins og maðurinn yðar og pilturinn með ein-
kennilega nafnið (Steindór)“. Allt var þetta nákvæmlega
rétt um fjölskyldu mína.
Enn hélt frú Thompson áfram: „Þér áttuð afa, sem var
prestur á Norður-íslandi. Hann segist oft hafa hjálpað
yður, þegar þér hafið átt erfitt“. Þetta þótti mér athyglis-
vert um þennan afa minn, sem er látinn fyrir 66 árum, og
athyglisverðast vegna þess, að hið sama hafa aðrir miðlar
sagt mér fyrr um hann. Fyrstur lýsti ísleifur Jónsson hon-
um fyrir mér svo vel, að ég þekkti hann af myndum. Frú
Guðrún Guðmundsdóttir hefur líka lýst honum hjá mér
og Hafsteinn“.
Frú Ingibjörg ögmundsdóttir kveðst því miður ekki
hafa skrifað frásögn af fundinum nógu fljótt, miðillinn
hafi sagt sér ýmislegt fleira, en hún bætir við: „Fundur-
inn var yndisleg sólskinsstund, sem lyfti mér til æðri
heima og sem ég lifi lengi á“.
Nokkuru síðar var frú Ingibjörg á fjöldafundi. Þar
virtust nokkurir þessara sömu vina koma og reyna að gera
enn ýtarlegri grein fyrir sér. Þá nefndi frú Thompson
nafnið „Bogga“, sem fjölskylda frú Ingibjargar nefndi
hana öll, sagði að annar bróðirinn hefði drukknað frá
Boston, sem var rétt, og ég, sem þá sat við hlið hennar,
heyrði hana nefna nafnið „Valdi“, en svo var ævinlega
kallaður meðal vina bróðir frú Ingibjargar, sem drukkn-
aði frá Boston, og einnig heyrði ég hana nefna „Jónas“,
en það var nafn hins bróðurins. Þetta skrifaði ég, eins og