Morgunn - 01.12.1956, Side 9
MORGUNN
87
Fellowship for Psychical Study). Þessi félagsskapur hefir
hlotið talsverða uppörvun og einnig allmikla gagnrýni.
Persónulega fagna ég þessum samtökum, og ég ætla að
freista þess að skýra það í þessu erindi, hversvegna ég
trúi því, að samtökin geti orðið dýrmæt hjálp. Ég skil svo,
að þessi samtök séu á engan hátt sett til samkeppni við
hið gamla brezka sálarrannsóknafélag, sem hefir rekið
rannsóknir sínar með þolinmæði og vísindalegri nákvæmni
í öll þessi ár. En hinu held ég fram, að full þörf sé á
því, að kristnir menn bindist samtökum til að rannsaka
málið. Ég hefi tvennar ástæður fyrir máli mínu.
í fyrsta lagi hlýtur trúaður kristinn maður að hafa aðr-
ar hugmyndir en vantrúaður maður um það, hvað kunni
að vera mögulegt. Hann gengur út frá því, að Guð sé til
og að Guð sé andi, og þessvegna gengur hann út frá því,
að andinn sé ekki aðeins veruleikur, heldur raunverulegri
en jarðneska efnið. Og í samræmi við þessa sannfæringu
sína trúir hann því, að líkamsdauðinn sé ekki endir alls,
heldur séum vér ódauðlegir. Sá sem á þessa trú, hlýtur
að hafa annað viðhorf til sönnunargagnanna en sá, sem
ekki á þessa trú. Það er komið undir hugmyndaheimi vor-
ura, hugmyndum vorum, hvað vér teljum sennilegt og hvað
ósennilegt.
í öðru lagi held ég því fram, að í sumum niðurstöðun-
um, sem af sálarrannsóknunum verða dregnar, sé að finna
stuðning fyrir trú vora, eða jafnvel að þær varpi nýju
ljósi yfir trúarkenningarnar. Ég hygg ekki að próf. J. C.
Broad vilji teljast til nokkurrar sérstakrar kirkju eða
játningar, en hann hefir lýst yfir, að hann undrist að
þeir, sem vilja gerast verjendur kristinnar trúar, skuli
ekki færa sér sálarrannsóknimar í nyt. Og ég er honum
sammála um það.
Margir gera sér í hugarlund, að sálarrannsóknamenn-
irnir séu alltaf önnum kafnir við að leita uppi reimleika
og reimleikahús, eða hlusta á miðla á tilraunafundum.
Bæði þessi fyrirbæri, reimleikarnir og miðilsgáfan, eru