Morgunn


Morgunn - 01.12.1956, Page 69

Morgunn - 01.12.1956, Page 69
M 0 R G U N N 147 verið damateríaliserað, aflíkamnað, og endurlíkamnað á blaðið, sem var í lokaðri hendi minni. 2. Orðin „sjö milljónir eru skrifuð nákvæmlega eins og ritað hefði verið á blaðið ósamanbrotið og liggjandi slétt á borði. Á þessu fyrirbrigði er mér vitanlega engin skýring til, ekki heldur skýringartilgáta spíritista. Jönsson er ekki spíritisti og telur enga framliðna menn standa á bak við fyrirbrigði sín. Ég legg heiður minn að veði fyrir því, að hér sé sagt rétt frá. Úr tímaritinu Mensch und Schicksal. ★ Nær himninum Ef þið viljið vera eins og guð, þá elskið. Allt, sem þið elskið, flytur yklcur einu þrepi nær himninum. Allt, sem þið fáið þá óbeit á, að þið verðið óhæfir lil þess að elska einhvern, það flytur ykkur niður á við frá guði. Þú hyggur, að reiðin geti verið réttlát, og þú hefir rétt að mæla. En þó að reiði þín kunni að vera réttlát, þá geturðu ekki verið í samræmi við guð, ef þú veldur því, að þú ber engan kærleik í brjósti til misgerðamanns- ins. Þú mátt refsa honum — en í kærleika. „Bréf frá Júlíu“.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.