Morgunn


Morgunn - 01.12.1956, Page 62

Morgunn - 01.12.1956, Page 62
140 MORGUNN Nei, og meira að segja aðeins leið, sem fáir fara. Hér hjá okkur eru margir skólar, sem veita fræðslu. Ritmiðillinn, Stainton Moses, hafði andmælt ýmsu því, sem hönd hans hafði skrifað,, án þess hann fengi við það ráðið. Ýmislegt hafði skrifazt, sem var í andstöðu við guðfræðilegar hugmyndir hans og trú. Þá var ritað með hendi hans: Guð! Hann þekkið þið ekki. Síðar, þegar þið eruð komn- ir inn fyrir fortjaldið, sem skilur heim andanna frá ykk- ar, munuð þið undrazt, hve fráleitar hugmyndir þið hafið gert ykkur um Guð. Hann er allt annar en þið hafið ímynd- að ykkur. Hann sýnir miskunn og fyrirgefur þeim fávísu og dauðlegu mönnum, sem hafa klætt hann sinni eigin mynd. Hann álasar ekki þekkingarleysi ykkar, en hann álasar þeirri heimsku, sem heldur dauðahaldi í gamlar og lágar hugmyndir um hann og sem vill ekki hleypa neinni ljósglætu inn í hin myrku og köldu musteri, sem þið reisið honum. Hann álasar þeim, sem elska myrkrið og hata ljósið og halda dauðahaldi í gamlar, frumstæðar hug- myndir, svo að þeir fá ekki séð hið fagra í hinni stórkost- legu opinberun Krists. Þeir eru ekki margir ykkar á með- al, sem eru móttækilegir fyrir æðri fræðslu. En þú ert einn þeirra. Og þegar þú kvartar yfir því, að kenning okkar sé í mótsögn við Gamla Testamentið, þá svara ég aðeins, að kenning okkar sé aðeins í mótsögn við þær úreltu og hneykslanlegu hugmyndir um Guð, sem gera hann að reið- um, öfundsjúkum, mannlegum harðstjóra, en algerlega samhljóða þeirri guðdómlegu, innblásnu opinberun, sem Kristur flutti frá honum, opinberun, sem mennirnir hafa síðan falsað og jafnvel hinir beztu meðal kristinna manna hafa fallið frá. Hættu að skeyta svo mjög um aukaatriðin. Reyndu að dvelja við hina brennandi miklu nauðsyn á hreinni guðs- opinberun. Hættu að brjóta heilann um ímyndaðan Satan. Slíkur Satan eða höfðingi hinna illu, sem guðfræðingarnir

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.