Morgunn - 01.12.1956, Síða 22
Frá S. R.F.Í.
★
Húsnæðismál Sálarrannsóknafélagsins hefir löngum ver-
ið vandamál. Stjórn félagsins hefir jafnan lagt áherziu á,
að reisa félaginu ekki hurðarás um öxl eða binda því mikla
skuldabagga. Fyrsta húseignin, sem félagið keypti, var
húseign sú, er Einar H. Kvaran hafði áður átt að Sólvalla-
götu 3. Sú eign var seld fyrir fáum árum og lítið einbýlis-
hús við Öldugötu 13 keypt. Það reyndist góð peningaráð-
stöfun, en húsið var ófullnægjandi, herbergin lítil og mögu-
leikar mjög takmarkaðir til viðbyggingar.
Þessvegna tók stjórnin þá ákvörðun á liðnu vori, að
selja eignina og kaupa allstóra íbúðarhæð á ágætum stað
við Garðastræti 8. Var þegar hafizt handa um breytingar
innanhúss og varð þeim lokið á fáum vikum. Er nú þar
mjög vistlegur fundarsalur, sem rúmar um 100 manns í
sæti, rúmgott herbergi fyrir skrifstofu og bókasafn, eld-
hús, snyrtiherbergi og gangar. Hafa konurnar í kvenna-
deild félagsins lagt fram mikla peninga til að búa salinn
að vönduðum húsgögnum.
Vitanlega rúmar salurinn að Garðastræti 8 ekki venju-
lega félagsfundi, þeir eru miklu betur sóttir en svo. En sá
mikli fjöldi félagsmanna, sem sótti fundi skozka miðilsins
frú Thompsons í húsakynnum félagsins, lýsti ánægju yfir
ráðstöfunum stjómarinnar.
Þá samþykkti aðalfundur S.R.F.I., sem á þriðja hundr-
að manns sóttu, þá tillögu stjómarinnar, að hækka fé-
lagsgjaldið upp í kr. 35.00, og láta félagið gefa út árlega