Morgunn - 01.12.1956, Blaðsíða 75
MORGUNN
153
á lífi 59 ára gömul. Er það annað en endurminning um
þessa konu og nöfn hennar, sem kemur fram hjá dáleiddu
konunni, sem kallar sig Bridey Murphey frá Cork? Prest-
urinn rakti síðan feril frú Simmons sem barns í Chicago.
Af því, sem hann leiðir í ljós, virðist auðsætt, að frá duld-
um bernskuminningum og samveru með írsku fólki í barn-
æsku sé meginhluti af sögu frú Simmons hinnar dáleiddu
runninn.
Þetta mál vakti geysilega athygli vestan hafs í byrjun.
Naumast verður annað sagt en að það sé nú orðið fremur
leiðinlegt mál. Margir hafa áfellzt frúna og dávaldinn,
hr. Bernstein, fyrir svik. Margir sálfræðingar og sálar-
rannsóknamenn hafa rannsakað málið og ritað um það.
Margar skýringar hafa þeir fundið aðrar en vísvitandi
svik, sem þeir telja ekki ástæðu til að ætla þeim hr. Bern-
stein og frú Simmons.
Við því má búast, að þetta mál bindi endi á mikið af
dáleiðslukuklinu, sem mjög var farið að tíðka. Og er þá
vel. Aðeins valdir menn mega með dáleiðsluna fara. Og
við hinu má einnig búast, að trú margra á endurholdg-
unina minnki og margir gerist veikir í trúnni, sem trúna
fengu af lestri bókarinnar, sem hér hefir verið sagt frá.
Auðvitað stendur hvorki né fellur endurholdgunartrúin
með röksemdum hr. Bernsteins eða rökleysum. Vega þarf
og meta rökin með og móti. Þótt einhver vitleysa komi
upp í einstöku tilfelli, verður heilt mál ekki að vitleysu
fyrir það.
----o----
1 febrúarhefti danska mánaðarblaðsins Spiritistisk Tid-
ende er birt frásögn, sem mörgum hefir þótt benda til
endurholdgunar, og er næsta athyglisverð. Sú frásaga hefir
þegar verið birt víða, og hefir danska blaðið hana eftir
tímaritinu Okkulte Stimme á þessa leið:
17. janúar 1944 fæddist meybarn í Nýju Delhi á Ind-
landi. Var stúlkunni gefið nafnið Shanti Devi. Þegar hún