Morgunn


Morgunn - 01.12.1956, Side 65

Morgunn - 01.12.1956, Side 65
MORGUNN 143 legi leiðtogi, ekki gert vart við sig. Hann kom aftur og kvaðst hafa verið bundinn öðrum störfum, ekki á jörðunni. Þá skrifaðist: Við höfum flúið á náðir bænarinnar um sinn, tekið okk- ur hvíld frá áhyggjum þeim og erfiði, sem fylgir starfi okkar á lægri sviðunum hjá ykkur, og leitað friðar ein- verunnar og samræmisins á tilbeiðslusviðinu. Stundum verðum við að styrkjast og leita hvíldar í samfélaginu við hina sælu anda, svo að við þreytumst ekki á starfi okkar, verðum hryggir og þreyttir og missum áhugann á starf- inu. Þú, sem gengið hefir um götur og stræti hinna yfir- fylltu borga ykkar á jörðunni, heimsótt bæli lastanna til að miskunna þar, andað að þér hinu kæfandi sótthitalofti, sem er þar, já, þú, sem hefir orðið vitni að eymd og synd, sem þú fannst að þú gazt ekki ráðið bót á, þú hlýtur að geta skilið tilfinningar okkar, meðan við erum að vinna köllunarstarfið á jörðunni. Við sjáum ekki aðeins hinn efnalega skort og neyð, held- ur einnig hinar andlegu freistingar, ekki aðeins þær sorgir, sem blasa við hinu líkamlega auga, heldur einnig hina leyndu sorg, sem enginn maður fær að vita um. Þú skalt ekki halda, að við sjáum ekki sorgir ykkar og yfirsjónir, eða að við getum dvalið meðal ykkar mannanna og andað uð okkur hinu jarðneska andrúmlofti, án þess að anda að okkur einhverju af bölvun jarðarinnar. Mikill er munurinn á lífi þín, vinur minn, og lífinu, Sem úrkast mannfélagsins lifir í eitruðu andrúmslofti skúmaskotanna í hliðargötum hinna yfirfylltu stórborga Vkkar, og þó er hann hverfandi lítill hjá muninum, sem er a heimkynni okkar, hið efra og heimkynnunum, sem við gÖngum inn í á lægri sviðunum. Við komum frá landi Ijóssins, hreinleikans og fegurðarinnar þar, sem ekkert saurugt, vanheilagt eða óhreint er til, enginn skuggi, en allt er flekklaust og hreint. Við kveðjum samfélag hinna fullkomnu, þar sem friðurinn ríkir, við kveðjum um sinn

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.