Morgunn - 01.12.1956, Page 49
Tvær frásagnir
★
Frá fyrsta miSilsfundinum er ég sat
Þegar miðillinn sneri máli sínu að mér, sagði hann: ,,Þú
heitir Guðmundur. Mér er sýndur bærinn,, þar sem þú áttir
heima þegar þú varst lítill. Torfbær með þrem burstar-
þiljum fram að hlaðinu. Bærinn stendur rétt við hraunið
Weð háu klettunum. Ég sé þrjá bæi örstutt frá þínum bæ,
tvo uppi í dálítilli brekku, annar þeirra er stór með mörg-
um þiljum og þar er kirkja. Efst í brekkunni ofan við
stóra bæinn eru klappir. Þriðji bærinn er neðan við brekk-
una, en túnin ná saman á þessum þrem bæjum.
Nú eru mér sýnd há fjöll í austur. Það er svo langt til
þeirra, að þau sýnast blá, nema hvítu dílarnir, sem er
snjór. Og svo er þarna fallega áin með mörgu hólmunum
°g stóru eyjunum.
Nú er mér sýnd gamla baðstofan í bænum þínum. Hún
ei' nokkuð löng og henni er skipt í tvennt. í innri endan-
um eru tvö rúm. í öðru þeirra sefur þú hjá afa þínum,
sem heitir Guðmundur, eins og þú. Honum þykir undur
Vænt um þig. Þú ert líka góður, lítill drengur, aðeins sex
ara. Fyrir ofan höfðalagið hans afa er hilla. Þar geymir
hann askinn sinn, spóninn sinn og bækurnar sínar. Til
fóta er rauði, fallegi kistillinn hans. Afi vill ekki, að þú
eigir neitt við kistilinn.
Ég sé, að í frambaðstofunni búa gömul hjón. Þau heita
Kristín og Magnús. Henni Kristínu gömlu þykir ósköp
Vænt um þig, þú situr líka oft á litla skammelinu hennar,
°g þá kennir hún þér vísur og segir þér sögur. Það þykir