Morgunn


Morgunn - 01.12.1956, Side 11

Morgunn - 01.12.1956, Side 11
MORGUNN 89 Wyndaheimur mannsins er. Ef þér eruð einhverskonar efnishyg-gj umaður, er sú hugmynd, að sálin geti lifað lík- amsdauðann, yður svo mikil fjarstæða, að þér aðhyllist heldur hverja aðra skýringartilgátu, hversu fjarstæðu- kennd sem hún kann að vera, einfaldlega vegna þess, að ef þér gerið ráð fyrir framhaldslífinu sem möguleika, þá eruð þér hættur að vera efnishyggjumaður. Viðhorf krist- ins manns er allt annað. Sönnunargögnin fyrir framhalds- lífi gera ekki annað en að staðfesta það, sem hann trúir á nú þegar. Framfarirnar í sálarrannsóknunum nú á tímum liggja ekki nema óbeinlínis á leiðum spurningarinnar um per- sónulegt framhaldslíf. Aðalviðburður síðustu ára í þess- um efnum hefir orðið sá, að menn hafa uppgötvað, að skynjanir óháðar skilningarvitunum (Extra-sensory per- eeption) eru til. Ég kalla þetta „uppgötvun" síðustu ára, þótt sum þessi fyrirbæri, eins og t. d. skyggnin, hafi verið þekkt um aldaraðir. Þetta er uppgötvun samt, vegna þess að fyrir starf dr. J. B. Rhine og annarra hafa nú verið neknar kerfisbundnar rannsóknir á þessum fyrirbærum á vísindalegum gundvelli, að því er séð verður. Þetta, sem ég kalla skynjanir óháðar skilningarvitunum, er að menn geta skynjað hluti í efnisheiminum, án þess líkamlegu skilningarvitin séu notuð. Það er staðhæft, að sumir menn séu þessum hæfileika gæddir. Það virðist svo sem þessi hæfileiki sé ekki á valdi þess manns, sem honum er gædd- Ur, að hann geti notað hann að vild sinni, hann virðist koma og hverfa, eða vera stundum til staðar og stundum ekki. Þessar niðurstöður hafa verið dregnar af því nær óteljandi tilraunum dr. Rhines, og þó ekki hans eins, held- Ur einnig annarra sem staðfesta niðurstöður hans. Ég bið yður ekki um að samsinna þessu, án þess að athuga málið nánara. Og ég tek fram, að sumir hæfir menn hera brigður á þessar niðurstöður. Það er unnt að kynn- ast þessum tilraunum í bókum þeim, sem dr. Rhine hefir ritað, og sérstaklega í síðustu bók hans. Þar segir hann

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.