Morgunn


Morgunn - 01.12.1956, Side 25

Morgunn - 01.12.1956, Side 25
MORGUNN 103 Hið ólíka í ráðgátu þjáningarinnar hjá þessum mönnum tveim hefði komið enn betur í ljós, ef maðurinn, sem þjáð- ist af sliti í fátæktarbaráttu langrar ævi, hefði einnig auk þess átt aumingja, varnarlaust barn, fávita eða sjúklíng, sem borið hefði böl, er ómögulegt væri að rekja til eigin verknaðar barnsins, þá stæðum vér fyrst andspænis óhjúp- aðri nekt þessarar spurningar: hversvegna þjáist sakleys- inginn? hversvegna er ævilangt böl lagt á þann, sem á engan hátt er ábyrgður fyrir því böli, sem hann ber? Lífið vekur þessar spurningar oss öllum og þær verða oft á vegi prestsins, þegar hann stendur andspænis föður eða móður slíks barns, þögulum föður eða þögulli móður, sem veit, að ekki þýðir að spyrja prestinn neins, en berst í hljóði við þessar raunarúnir, sem tíðum verða trúnni á Guð nærgöngular, eða jafnvel ríða henni að fullu. Andspænis þessum staðreyndum kemur mér oft 1 huga heilagt orð, sem segir: „Þér eruð hver annars limir“. „Enginn af oss lifir sjálfum sér“ einum. Vér erum elcki sköpuð sem einstaklingar óháðir hver öðrum, vér erum sköpuð sem samfélagsverur, í órofa samábyrgð um sæld og sorg. Að Guðs djúpa ráði erum vér, allir menn, ein fjölskylda, njótum hver annars og berum hver annars byrðar. Þjáning hins saklausa er þannig oftast samfélags- böl, böl, sem hann verður að bera vegna þess að hann er fæddur inn í mannlegt samfélag. Þegar vér sjáum hinn saklausa þjást, getum vér stundum undrazt, að Guð, al- góður og alvitur Guð, hafi komið þessu þannig fyrir. En þegar vér skoðum málið betur, getum vér ekki komizt hjá að sjá, að kærleikur og speki eru hér að verki. Þegar oss blöskrar sú þjáning, sem á hinn saklausa er lögð vegna þess að hann er samfélagsvera, þá gætum að, hvernig færi ef maðurinn væri skapaður sem einstakling- ur, engum háður öðrum en sjálfum sér. Ef Guð hefði skap- að oss þannig, þyrfti enginn að bera neinar byrðar vegna ftiisgjörða, synda eða fávizku annarra manna, en þá fengj- um vér heldur engrar blessunar notið af vizku, kærleika

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.