Morgunn


Morgunn - 01.12.1956, Blaðsíða 25

Morgunn - 01.12.1956, Blaðsíða 25
MORGUNN 103 Hið ólíka í ráðgátu þjáningarinnar hjá þessum mönnum tveim hefði komið enn betur í ljós, ef maðurinn, sem þjáð- ist af sliti í fátæktarbaráttu langrar ævi, hefði einnig auk þess átt aumingja, varnarlaust barn, fávita eða sjúklíng, sem borið hefði böl, er ómögulegt væri að rekja til eigin verknaðar barnsins, þá stæðum vér fyrst andspænis óhjúp- aðri nekt þessarar spurningar: hversvegna þjáist sakleys- inginn? hversvegna er ævilangt böl lagt á þann, sem á engan hátt er ábyrgður fyrir því böli, sem hann ber? Lífið vekur þessar spurningar oss öllum og þær verða oft á vegi prestsins, þegar hann stendur andspænis föður eða móður slíks barns, þögulum föður eða þögulli móður, sem veit, að ekki þýðir að spyrja prestinn neins, en berst í hljóði við þessar raunarúnir, sem tíðum verða trúnni á Guð nærgöngular, eða jafnvel ríða henni að fullu. Andspænis þessum staðreyndum kemur mér oft 1 huga heilagt orð, sem segir: „Þér eruð hver annars limir“. „Enginn af oss lifir sjálfum sér“ einum. Vér erum elcki sköpuð sem einstaklingar óháðir hver öðrum, vér erum sköpuð sem samfélagsverur, í órofa samábyrgð um sæld og sorg. Að Guðs djúpa ráði erum vér, allir menn, ein fjölskylda, njótum hver annars og berum hver annars byrðar. Þjáning hins saklausa er þannig oftast samfélags- böl, böl, sem hann verður að bera vegna þess að hann er fæddur inn í mannlegt samfélag. Þegar vér sjáum hinn saklausa þjást, getum vér stundum undrazt, að Guð, al- góður og alvitur Guð, hafi komið þessu þannig fyrir. En þegar vér skoðum málið betur, getum vér ekki komizt hjá að sjá, að kærleikur og speki eru hér að verki. Þegar oss blöskrar sú þjáning, sem á hinn saklausa er lögð vegna þess að hann er samfélagsvera, þá gætum að, hvernig færi ef maðurinn væri skapaður sem einstakling- ur, engum háður öðrum en sjálfum sér. Ef Guð hefði skap- að oss þannig, þyrfti enginn að bera neinar byrðar vegna ftiisgjörða, synda eða fávizku annarra manna, en þá fengj- um vér heldur engrar blessunar notið af vizku, kærleika
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.