Morgunn - 01.12.1956, Side 4
82
MOKGUNN
Frelsið á
Spáni.
verið boðið að annast einhvern hlutann af hátíðinni í
Skálholti, birtist þessi frétt í sama blaði:
Mótmælendur á Spáni krefjast trúfrelsis.
Stjórn Spánar hefir nú til athugunar kröfu evangelísku
spönsku stjórninni og baptista um aukin réttindi og
trúfrelsi, kröfur þessar voru nýlega sendar
Franco einvaldsherra. Við endurskoðun þess-
ara mála verður stjórnin að taka tillit til
kaþólsku kirkjunnar, sem er einvöld í trúmálum á Spáni
um þessar mundir. Hefir stjórnin lagt fyrir biskuparáð
kaþólsku kirkjunnar að ákveða, hver verði framtíð evangel-
íska skólans í Madríd, sem lögreglan lokaði 28. jan. s.l.
og hefir ekki verið opnaður síðan. Þá hafa biskuparnir
verið beðnir að skera úr því, hvort fyrsta grein samþykkt-
ar þeirrar, sem gerð var árið 1955 milli spönsku stjórnar-
innar og páfastólsins, leyfi að skóli þessi verði opnaður að
nýju. Greinin hljóðar á þessa leið: „Hin rómversk-kaþólska
postullega trú verði framvegis hin eina trú, sem spánska
þjóðin viðurkennir, og njóti allra hlunninda og forrétt-
inda, sem henni ber samkvæmt Guðs lögum og kanónísk-
um rétti“.
Þar sem páfakirkjan fær að ráða, skuldbindur ríkið sig
til að viðurkenna ekki aðra trú en trú hennar, hvað þá
slíkt tillit sé tekið til annarra kirkjudeilda
Madríd og
sem það, er yfirmanni rómverska smásafn-
ey javi . agarins ; Reykjavík þótti rétt, að lúterska
þjóðkirkjan tæki til Landakotssafnaðarins hér í sumar.
Það eru dálítið önnur lög, sem rómverska kirkjan vill láta
gilda í Madrid en í Reykjavík. En þarna þekkjum vér ein-
ræðisstefnurnar. Þær vilja aldrei láta öðrum þau réttindi
í té, sem þær heimta fyrir sig sjálfar. Það er ekki að furða,
þótt rómverska kirkjan og alþjóðakommúnisminn stangist
illilega á, þar sem þeim lendir saman. Þau eru nógu lík
til þess.
Spíritisminn hefir náð meiri áhrifum í Englandi en