Morgunn


Morgunn - 01.12.1956, Side 50

Morgunn - 01.12.1956, Side 50
128 MORGUNN þér gaman og þú vilt líka gera allt fyrir gömlu konuna, sem þú mátt og getur. Nú er langt síðan þú varðst stór og nú átt þú ekki heima í litla bænum. Nú áttu heima við sjóinn, í litla þorpinu við fallegu víkina“. Fram að þessu tók ég ekki fram í fyrir miðlinum, né spurði nokkurs. En mér var forvitni á, hvort miðillinn gæti sagt mér nafnið á gamla heimilinu mínu. Ég bað hann þess. Miðillinn sagði,. að búið væri að segja sér nafnið, en það væri svo afkáralegt, að það hlyti að vera vitleysa. Ég bað hann samt að segja mér það, og sagði hann þá: „Fótaskinn, en þetta er svo hlægilega vitlaust, að það getur ekki verið rétt“. Fleira kom ekki til mín. Sannleikurinn er sá, að allt, sem miðillinn sagði og skráð er hér að framan, er hárrétt. Bæirnir, sem um get- ur, eru Múli, Norðurhlíð, Grímshús og Helluland, sem áður hét Fótaskinn, og eru bæirnir í Aðaldal í S.-Þingeyj- arsýslu. Þegar ég var sex ára, var enn kirkja í Múla. Fjöllin, sem minnzt var á, eru Lambafjöllin, áin er Laxá, sem er steinsnar fyrir norðan bæina. Lýsingin á baðstof- unni og öllu þar, er einnig nákvæmlega rétt. Litla þorpið, þar sem ég átti heima, þegar ég sat þennan miðilsfund, er Húsavík. E. t. v. eiga svona þættir af miðilsfundum ekkert erindi til almennings, og þó. — Sumum finnst þetta eða hitt sönnun, sem öðrum þykir einskisvert. Ég legg engan dóm á sönnunargildi þáttarins, hér að framan. Það gerir hver fyrir sig, sem þetta les. Ég fullyrði aðeins, með beztu sam- vizku, að það, sem eftir miðlinum er haft hér að framan, er rétt í öllum atriðum og rétt upp skrifað af mér. Fundinn sat ég undir stjórn Einars H. Kvarans og konu hans haustið 1981, er ég var á ferð í Rvík. Miðillinn var frú Guðrún Guðmundsdóttir.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.