Morgunn - 01.12.1956, Síða 38
116
MORGUNN
Við spurðum hann um grískuna, sem ekkert okkar hinna
skildi nokkurt orð í, og hann svaraði: áreiðanlega hefir
skilizt allt, sem ég sagði, og grískan, sem ungfrú Lára
talaði — eða töluð var af vörum hennar — var hárrétt.
Hann kom oftar og fékk fundi hjá okkur, og oftar fóru
samtölin fram á grísku.
Á þessum fundi var meðal annarra ung frænka mín.
Einnig hún var búin einhverri miðilsgáfu, því að svo oft
að hundruðum skipti söng hún á ítölsku og „impróvíser-
aði“ lagið um leið, og kunni þó ekkert orð í ítölsku.
Einhverju sinni komu þær, Lára og þessi frænka mín,
til mín í bókaherbergið og tóku að tala við mig á spönsku.
Þær töluðu þannig, að önnur byrjaði að jafnaði setning-
una en hin lauk við hana. Ég gekk úr skugga um, að þær
töluðu fyrir munn manns, sem ég hafði verið kunnugur
mörgum árum áður, þegar ég var suður í Mið-Ameríku.
Þarna var í samtalinu vikið að ýmsu, sem drifið hafði þá
á daga mína, og ég vissi fullvel, að þær höfðu enga hug-
mynd um, eins og þær kunnu sjálfar ekkert í spönsku.
En um þetta er enginn annar til frásagnar en við þrjú,
enginn annar var viðstaddur.
Lára hefir ennfremur talað við mig á tveim mállýzkum
Indíána, sem ég þekkti, því að um tveggja ára skeið var
ég í landi þeirra.
Nú hefi ég sagt frá, þegar Lára talaði Indíánamállýzk-
ur, spönsku, grísku, frönsku og ensku. En ég hefi einnig
heyrt talaða af vörum hennar ítölsku, portúgölsku, latínu
og ungversku, og greinilega hefir hún einnig talað nokkur
önnur tungumál, sem ég vissi ekki, hver voru.
Ég ætla að segja hér frá öðrum atvikum, sem gerðust
ekki fyrir miðilsgáfu dóttur minnar.
Maður nokkur að nafni Finney, sem bjó nálægt Cleve-
land í Ohio, var trésmiður að iðn og hafði sáralitla mennt-
un hlotið, var miðill og talaði undir andaáhrifum. Ein-
hverju sinni var ég á fundi með honum og var að ræða
við einhvern, sem talaði af vörum hans, um sjálfsþekk-
J