Morgunn - 01.12.1956, Qupperneq 13
MORGUNN
91
°f the Mind), og ef niðurstöður hans eru réttar, leikur
enginn vafi á því, að oss hefir verið opnaður nýr heimur
mannlegra skynhæfileika til að rannsaka. Og það er mér
Ijóst, að mjög erfitt er að fella þessar uppgötvanir inn í
hugmyndir efnishyggjunnar eða hálfgerðrar efnishyggju
um persónuleika mannsins og hug. Sú staðreynd, að með
manninum býr skynhæfileiki, sem notar ekki hin líkam-
legu skilningarvit, greiðir þeirri tilgátu rothögg, að hug-
Urinn sé algerlega háður efninu og hugsunin ekki annað
en skuggi af efnislegri hreyfingu.
Skynjun án líkamlegra skilningarvita og öll fyrirbæri,
sem má heimfæra til hennar, benda sterklega til þess, að
jafnvel hin venjulega skynjun vor sé ekki algerlega bundin
við skilningarvitin. Þau benda til annars og meira. Þau
virðast benda til þess, að sem persónur og einstaklingar
séum vér ekki eins háð tíma og rúmi og vér höfum vanið
oss á að hugsa. Eitt þeirra vandamála, sem nú hljóta að
kuýja hjá oss dyra, er spurningin um samband mannlegs
hugar og lífs við tíma og rúm.
Tíma þeim, sem mér er skammtaður til að ræða við yður
um það, sem nú er að gerast á sviði sálarrannsóknanna,
or að verða lokið. Þótt málflutningur minn hafi verið
ófullkominn, vona ég að yður sé ljóst, að hér er mál, sem
gefur yður mikið umhugsunarefni. Fyrirbrigðin og merk-
ing þeirra verðskuldar það sannarlega, að sérhver hugs-
andi maður gefi málinu fullan gaum. Og sérstaklega verð-
skuldar það, að hugandi kristnir menn veiti því athygli.
Vera kann, að vér stöndum nú á þröskuldi nýrrar þekk-
mgar á mannlegum persónuleika, þekkingar, sem ekki sé
þýðingarminni á sínu sviði en atómþekkingin er fyrir vitn-
oskju vora um efnið. Og þetta hlýtur að skipta trúna stór-
niiklu máli, að svo mildu leyti sem trúin á að svara spurn-
mgunni: Hvað er maðurinn? Ég fæ ekki betur séð en að
ntlit sé fyrir, að niðurstöðumar af þessum rannsóknum
ttiuni styrkja trú vora og hnekkja hugmyndum efnis-
^yggjunnar um manninn og mannshugann.