Morgunn


Morgunn - 01.12.1956, Page 34

Morgunn - 01.12.1956, Page 34
J. W. Edmonds, hæstaréttardómari í New York, var einn frægasti lögfræðingur Bandaríkjanna á öldinni, sem leið, og hann var einn af frumherjum spíritismans vestan hafs. Hann var orðlagður sem einn skarpskyggn- asti lögfræðingur sinna tíma, en svo rniklir voru hleypi- dómarnir gegn spíritismanum, að vegna þess, hve hiklaust Edmonds gekk fram fyrir skjöldu og lýsti opinberlega yfir sannfæringu sinni um sannleiksgildi spíritismans þegar á fyrstu árum hans, neyddu andstæðingarnir hinn fræga dómara til þess að segja af sér stöðu sinni við hæstarétt- inn. Árið 1848 hófst spíritismi nútímans með andahöggun- um víðkunnu í Rochester í New-York-fylki, og þrem árum síðar tók Edmonds að kynna sér málið, og með þeim af- leiðingum, að hann sannfærðist um, að framliðnir menn stæðu að baki fyrirbrigðanna. Til þess að hnekkja ummælum blaðanna vestan hafs, sem bæði voru svívirðileg og ósanngjörn, gekk hinn víð- frægi dómari fram fyrir skjöldu og sagði opinberlega álit sitt. Þetta tiltæki hans vakti geysilega athygli, því að hann varð fyrstur af þjóðkunnum mönnum vestra til þess að taka opinberlega afstöðu með spíritístunum. 6. ágúst 1853 birti hann yfirlýsingu í stórblaðinu New York Herald, og þar segir hann svo: „Upphaflega lagði ég út í að rannsaka þetta mál vegna

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.