Morgunn


Morgunn - 01.12.1956, Side 39

Morgunn - 01.12.1956, Side 39
MORGUNN 117 ingu. Meðan ég var að hripa samtalið á blað, sagði ég lágt þessa grísku setningu: Gnóþi seauton. Óðara kom þýðing- in af vörum miðilsins: Þekktu sjálfan þig. Af vörum frú Helen Leeds, miðils í Boston, hefir marg- sinnis verið töluð kínverska. Þessi kona hefir einnig sára- litla menntun hlotið og hefir aldrei heyrt kínverskt orð talað. Þetta gerðist svo oft á fyrri hluta miðilsævi hennar, að fólk hefir þúsundum saman orðið vottar að þessu fyrir- brigði hjá frú Helen Leeds. Sjálfur hefi ég orðið vottur að þessu hjá henni svo oft að hundruðum skiptir“. (Frásögn Edmonds sjálfs er tekin úr Ps. News. J. A.) 1 100 ára sögu sálarrannsóknanna eru þess fjölmörg ágætlega vottfest dæmi, að annarlegar tungur eru talaðar af vörum miðlanna. Stundum, og einkum á frumstigi mið- ilsgáfunnar eins og á samkomum hvítasunnumanna, er um hreint „tungutal" að ræða, eins og þekktist áður fyrr í söfnuðum Páls postula, þannig, að óskiljanlegur orða- flaumur rennur fram af vörum fólks, óskiljanlegur öll- um viðstöddum, og sennilega ekkert tungumál. Hjá þrosk- uðum og æfðum miðlum hafa aftur á móti tungumál verið töluð, sem miðillinn kunni ekkert í, en voru fullkomlega rétt töluð. Hjá miðlum þeim, sem nú eru uppi, mun þetta fremur sjaldgæft, þótt fyrir komi. Því miður verður að segjast, að nú á tímum virðast ekki koma fram sterkustu miðla- fyrirbrigðin, eins og á fyrri tímum spíritismans. Á fyrstu árum spíritismans kemur t. d. fram maður eins og miðill- inn mikli, Daniel Douglas Home, og hjá honum gerast svo sterk fyrirbrigði, að síðan hafa engin hliðstæð fyrirbæri farið fram úr þeim, og meira að segja engin svo að vitað sé, verið eins tvímælalaus og sterk og sumt það, er í návist hans gerðist. Hvernig á þessu stendur, vitum vér ekki, en vafalaust hamlar það frekari þróun sálarrannsóknanna og heftir útbreiðslu spíritismans, því að máttugust reynast til útbreiðslu fyrirbrigði sem með samtíðinni gerast. Þó standa þessi fyrirbrigði 19. aldarinnar vitanlega í

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.