Morgunn


Morgunn - 01.12.1956, Side 42

Morgunn - 01.12.1956, Side 42
Um miðilsstarfsemi ★ Ekki hefi ég mikið skrifað um spíritistisk efni, en samt nóg til þess, að margsinnis er ég búinn að fordæma þekk- ingarlítið, alvörulaust og hégómlegt miðilsfunda-kák, sem hér er of mikið tíðkað. Það er ætlun mín að þetta verði seint vítt um of. Fyrst og fremst er lítils eða einskis gagn- legs árangurs að vænta þar sem svo er ástatt, en hitt er þó alvarlegra að af þessu getur hlotizt tjón. Það er hættu- legt bæði miðlinum og þeim sem til hans leita. Jeg þykist hafa fyrir því öruggar heimildir að af slíku hégómafikti hafi hlotizt tjón hér á okkar landi, og sjálfur hefi ég oftar en einusinni verið þar á fundi að illa hefði getað farið ef ekki hefði verið á öllu góð stjórn frá báðum hlið- um. Ég mundi mjög hika við að fara þar á fund, sem ég efaðist um að vel væri fyrir öllu séð. En ekki er mér kunnugt um neitt dæmi þess, að á nokkurn hátt hafi illa farið þar sem allrar varúðar var gætt, og alvörumenn áttu í hlut; mér er nær að halda að slíkt dæmi sé ekki að finna í meir en aldargamalli sögu spíritismans um allan heim. En hafi hver og einn í huga hin viturlegu og eftir- minnilegu orð Tennysons lávarðar: •— How pure at heart and sound in head, With what divine affections bold Should be the man whose thoughts would hold An hour’s communion with the dead. (Erindi þetta er að vísu til í lauslegri þýðingu eftir Ein- ar H. Kvaran, þó að ég hafi kosið að vitna til þess á frum-

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.