Morgunn - 01.12.1956, Síða 31
MORGUNN
109
gerast ótal atburðir gegn vilja Guðs, en ekkert, sem hann
hefir ekki í hendi sér með einhverjum hætti. Vegna þess að
hann gefur oss frjálsan vilja, hlýtur hann að leyfa margt,
sem er andstætt vilja hans.
Það, sem mörgum verður örðugast að sætta sig við, er,
hve þjáningar saklausra sýnast oft tilgangslausar, þegar
^annleg vera þjáist, án þess séð verði að þjáning hennar
sé til nokkurs góðs, hvorki fyrir sjálfa hana né aðra. Þessi
staðreynd mætir oss oft við sjúkrabeðinn og víðar. Hugs-
um um saklaust barn, sem er fórnarlamb fyrir losta, léttúð
eða grimmd. Syndir feðranna eru augljósar í böli barns-
ms. f>á verður oss stundum örðugt að skilja, hversvegna
barnið þjáist, eða réttara sagt, hvað gott geti sprottið upp
hv þjáning þess.
Mér er minnisstæð móðir, sem bar með barninu sínu
þjáningar, sem raunar voru ekki undan slíkum rótum
vunnar, en hún sagði: „ekkert getur réttlætt þessa þján-
lnS“. Ég hafði djúpa samúð með henni, þótt mér væri
hins vegar Ijóst, að af mannlegri skammsýni var talað. En
er þá ekki eitthvert markmið jafnvel að baki þeirrar þján-
Jngar, sem oss sýnist vera tilgangslaus ?
Slíkar þjáningar verða oft sterkasta hvötin til að leita
þeirrar lausnar, er síðar verður til þess að forða öðrum
frá sömu þjáning. Slíkar þjáningar hafa einatt orðið til
þess, að vísindalegar uppfinningar hafa verið gjörðar, er
orðið hafa þeim, er síðar fæddust, til ómælanlegrar bless-
hhar. Þannig hefir þúsund sinnum einn orðið að deyja
fyrir aðra, og líf eins þjáningamanns orðið lausnargjald
fyrir hina, sem síðar fæddust.
Slíkar þjáningar kalla oft á samúð og kærleika ann-
Hrra. Og þær kalla einmitt á meiri samúð og meiri kær-
^eika, þegar þær eru lagðar á saklausa. Hetjulegur kross-
burður sakleysingjans hefir þrásinnis kallað á fórnarlund,
Sem annars hefði sofið. Hvílíka lexíu hefir ekki mörg móð-
lrin lært við slíkan sorgabeð? Og sjálfir þeir, sem þennan
sara veg hafa gengið, hafa sumir lært að segja með heil.