Morgunn - 01.12.1956, Page 66
144
MOEGUNN
ljósið, kærleikann, samræmið og tilbeiðsluheimkynnið, og
við stígum niður á ykkar köldu jörð, til heimkynna myrk-
ursins og örvæntingarinnar, niður í heim, sem er sokkinn
niður í efnishyggju og er eins og dauður fyrir andlegum
áhrifum, já, niður í heim, sem er fullur af synd, umkringd-
ur óþroskuðum öndum og heyrir ekki raust Guðs. Við
kveðjum þann heim, þar sem ljósið og sannleikurinn ríkja.
Við kveðjum samræmi og frið og gistum heim sundur-
lyndis og upplausnar, styrjalda og uppreisna. Við kveðj-
um heim hinna hreinu og friði fylltu sálna, og tökum okk-
ur bústað í heimkynnum efahyggjumannanna, afneitar-
anna og jafnvel drykkjumannanna, lostaseggjanna, af-
brotamannanna, þjófanna. Við kveðjum musterin hið
efra, þar sem við tilbiðjum Guð himinsins, og stígum niður
í hinn lægra heim, þar sem mennirnir þekkja Guð ekki
en hafa sett afkvæmi sinnar eigin ímyndunar á hans stað,
þar sem þeir eru þá ekki líka búnir að steypa honum af
stóli og gefa sig á vald algeru trúleysi á hverskonar and-
lega og ójarðneska tilveru.
Stytt þýðing J. A.