Morgunn - 01.12.1956, Blaðsíða 47
MORGUNN
125
hverntíma ymprað á því, að hún mætti gjarna taka sér
enska kennimannastétt til fyrirmyndar og stofna félags-
skap til þess að kynnast spíritismanum og kynna hann.
En í þeim félagsskap á Englandi eru nú sumir hinna
fremstu og frægustu manna þarlendrar kennimannastéttar
•— menn sem ég hefði einhverntíma haldið að ekki mundu
gefa sig við spíritismanum. Hvernig væri það annars að
byrja með því að ná sambandi við þann félagsskap og
vita, hvað hann hefir að segja?
En hverjir sem forgöngumenn yrðu, vildi ég skjóta því
til lesenda Morguns, einkum úti um landið, að reynt yrði
sem víðast að koma betra skipulagi á starfsemi miðla en
nú tíðkast. Alltaf þarf fyrst af öllu að æfa miðilinn og til
þess þarf að stofna fastan hring. Ekki þarf sá hringur
að vera fjölmennur, alveg nóg að fjórir séu í honum, en
endilega þarf að sjá um að þeir séu sem samstilltastir, og
æskilegt er að bæði séu í honum karlar og konur. Hitt er
líka mikilsvert að allir mæti reglulega á fundum og að
fundir hefjist stundvíslega á tiltekinni mínútu. Æskilegt
er að þeir sem í kringum sitja, komi saman nokkru fyrir
fundartíma (segjum tíu mínútum) og sitji saman í ró og
næði (helzt í öðru herbergi) áður en þeir setjast í hring-
inn, og mjög áríðandi að þeir séu í sem beztu andlegu
jafnvægi. Yfirleitt mun ekki þörf á að hafa aldimmt í fund-
arherberginu, ágætt að hafa dauft rautt ljós. Það er alltaf
skemmtilegra að þurfa ekki að sitja í myrkri. En gæta skal
þess að kveikja ekki of snemma sterkt ljós, og ekki skyldi
neinn úr hringnum rísa á fætur fyrr en miðillinn er búinn
að jafna sig sæmilega. En það getur tekið mislangan tíma
fyrir sama miðil, mjög eftir því, hvað gerzt hefir á fund-
inum.
Alli skyldu temja sér að varast of mikla trúgirni á
það, er þeir heyra af vörum miðilsins meðan hann er í
dásvefni, en óvinsamlega andúð ber að forðast. Ég hefi
sjálfur ónýtt fund hjá góðum miðli með alltof þjösnalegri
gagnrýni og rengingum. „Hann gjörði þar ekki mörg