Morgunn - 01.12.1956, Qupperneq 36
114
MORGUNN
full tuttugu ár auðnaðist honum að vinna fyrir málið.
Hann andaðist árið 1874 aðeins 58 ára að aldri.
Einn af miðlunum, sem hann hafði til meðferðar, var
ung og ómenntuð sveitastúlka. Frá kynnum sínum af henni
og fyrirbrigðunum, sem hjá henni gerðust, segir hann
sjálfur á þessa leið:
„Kvöld nokkurt kom heim til mín ung stúlka frá Aust-
ur-fylkjunum. Hún hafði komið til New-York-borgar til
að leita gæfunnar. Enga aðra menntun hafði hún fengið
en í barnaskóla sveitarinnar. En hún var miðill og með
henni var framliðinn franskur maður, sem var henni mjög
erfiður og gat ekki talað annað en frönsku af vörum henn-
ar. í fulla klukkustund talaði dóttir mín við þennan
franska anda, sem mælti af vörum stúlkunnar, ungfrú
Dowd. Samtalið fór fram á frönsku og þau, andinn og
dóttir mín, töluðu auðveldlega saman, létt og hratt eins og
innbornir Frakkar hefðu gert. Andinn mælti á þeirri
tungu, sem töluð er í héruðum Suður-Frakklands, en dóttir
mín talaði hreina Parísar-frönsku.
Þetta gerðist í bókaherbergi mínu. Fimm eða sex manns
voru til staðar. Ungfrú Dowd er enn á lífi, búsett hér í
borginni, þegar ég skrifa þetta.
öðru sinni komu tveir Pólverjar í heimili mitt, til þess
að fá tækifæri til að reyna miðilsgáfu Láru dóttur minnar.
Hún var gersamlega ókunnug þessum mönnum. Undir
transáhrifum talaði hún hvað eftir annað við þá orð og
heilar setningar, sem hún skildi sjálf ekkert í, en þeir
skildu. Sjálfir töluðu þeir móðurmál sitt, pólsku, megnið
af tímanum meðan þeir voru hjá okkur, og svörin, sem
þeir fengu af vörum dóttur minnar, voru ýmist á ensku
eða pólsku.
Enskuna skildi hún auðvitað sjálf, en pólskuna alls ekki.
Þeir virtust skilja hana til fulls.
Um þetta er því miður enginn til frásagnar annar en
dóttir mín, því að hún var ein með Pólverjunum tveim.
Kvöld nokkurt sátum við saman í borðstofu minni 12