Morgunn - 01.12.1956, Blaðsíða 16
94
MOEGUNN
ástæðu til að halda, að þessi frænka mín væri feig, eða
látin. En hún hafði andazt kl. 8.30 þetta sama kvöld, tíu
mínútum fyrr en hún birtist mér.
Með svipuðum hætti birtist mér frændi minn og fóstur-
bróðir, Duncan, sem lá raunar í sjúkrahúsi í Dundee, þar
sem við áttum heima. En okkur hafði ekki komið til hug-
ar, að sjúkdómur hans væri svo alvarlegur, sem raun varð
á. Þannig fékk ég á æskuárum mínum ýmist vitranir,
aðvaranir eða sterk hugboð, þegar alvarleg tíðindi eða
dauðsföll voru nálæg í fjölskyldunni.
Móðir mín blessuð andaðist árið 1934. Nokkru síðar
birtist hún mér, og það, sem óvænt var, með henni var
frænka mín, sem ég vissi ekki að var látin. Það var kl. 5
að morgni, sem ég vaknaði af svefni við þessa sýn. Móðir
mín sagði: „Við erum búin að sækja hana Jessie". Jessie
var nafn þessarar frænku minnar. Ég virti hana fyrir
mér, og mér til undrunar sá ég, að búið var að klippa
fallega hárið hennar. Sama dag fékk ég fregn um andlát
hennar. Hún hafði andazt nokkrum klukkustundum fyrr
en hún virtist mér í morgunskímunni í svefnherbergi
mínu. Og síðar fékk ég að vita, að skömmu fyrir andlátið,
sem bar óvænt að, hafði hún látið klippa hár sitt.
Þannig fékk ég sjálf fjölmargar sannanir fyrir návist
látinna, sannanir, sem nægðu mér og ekki verða skýrðar
sem hugsanaflutningur eða fjarhrif, eftir því sem ég fæ
skilið.
Frá styrjaldarárunum á ég margar minningar um sál-
ræna reynslu. Það var í marzmánuði 1942, að ég var vakin
þrjár nætur af ungum manni í hermannabúningi. Þá fékk
ég vinkonu mína í lið með mér til að ná sambandi við
þennan unga hermann með miðilsgáfu minni. Hann kom
að sambandinu, sagði okkur nafn sitt, John Thyne, sem ég
veit ekki til að ég hafi heyrt fyrr, sagði okkur hvað smá-
bærinn hét: sem foreldrar hans ættu heima í, og sagði:
„Farðu til mömmu, segðu henni þetta allt, segðu henni, að
hún megi ekki syrgja mig og ekki hafa áhyggjur af mér“.