Morgunn - 01.12.1956, Blaðsíða 70
Dáleiðsla -- endurholdgun
★
Hefir endurholdgunarkenningin við rök að styðjast?
Fæðist mannssálin oftar en einu sinni til jarðarinnar?
Þessi spurning hefir verið ofarlega á baugi hjá mörg-
um mönnum á Vesturlöndum,. auk þess, sem endurholdg-
unartrúin hefir verið grundvöllur flestra meiri háttar
trúarbragða Asíuþjóðanna um þúsundir ára. Áreiðanlegt
er, að fjöldi vestrænna manna aðhyllist í einhverri mynd
þessa ævafornu austrænu trú. Margir spíritistar aðhyllast
hana, en þó munu hinir miklu fleiri, sem láta hana liggja
á milli hluta og telja hana ósannað mál, þótt ýmsar þær
raddir, sem af vörum miðlanna mæla, haldi henni fram.
Því er ekki að leyna, að endurholdgunartrúarinnar gætir
miklu meira þar, sem spíritisminn er boðaður sem trúar-
brögð en þar sem hann er boðaður sem vísindaleg þekk-
ing. Sálarrannsóknamenn hafa yfirleitt enga afstöðu tekið
til þessarar fornu, austrænu kenningar.
Hefir endurholdgunarkenningin við rök að styðjast?
Þessi spurning vakir í hugum fjölmargra vestrænna
manna, og um þetta er vafalaust þrásinnis spurt, þegar
menn eru að iðka hugrænt miðilssamband. En fyrir all-
löngu hafa menn einnig farið aðra leið. Menn hafa dáleitt
fólk og lagt því næst fyrir það spurningar um fyrri til-
veru og fyrri jarðvistir. Svörin hafa orðið margvísleg.
Nýlega virðist hafa vaknað allmikill áhugi á þessu í
Bretlandi og vestan hafs, og segir blaðið Psychic News
frá á þessa leið:
Endurholdgunarkenningin hefir skyndilega vakið al-