Morgunn - 01.12.1956, Side 3
Úr ýmsum áttum.
Eftir ritstj.
★
Með mikilli athygli fylgdist allur þorri þjóðarinnar með
Skálholtshátíðinni á liðnu sumri, og munu flestir sammála
um, að hún hafi orðið til sóma kirkju Islands og raunar
Níu alda Þjóðinni allri. Og þær ályktanir mun mega
draga af ummælum ýmissa forystumanna
mmning. þjóðarinnar, að í hugum manna á íslandi muni
kirkjan eiga rík ítök. Post Festum — þegar hátíðinni var
lokið, heyrðust þó nokkrar hjáróma raddir, einkum í sam-
bandi við þann misskilning, að biskupi rómversku kirkj-
unnar á íslandi hefði ekki verið boðið til hátíðarinnar.
Raunar var það upplýst þá þegar, að þessum virðulega
fulltrtúa páfans hefði verið boðið, en hann hefði ekki séð
sér fært að þiggja það boð, úr því að honum og klerkum
bans var ekki boðið að annast einhvern hluta hátíðarhalds-
ins í Skálholti. Nú var hátíðin vitanlega hátíð þjóðkirkju
íslands, hátíð íslenzku kirkjunnar, sem ríkið er skuld-
bundið til að vernda og styðja samkvæmt stjórnarskránni.
Samt virðast hinir virðulegu forystumenn örlitla róm-
verska safnaðarins í Reykjavík hafa ætlazt til þess, að
slíkra réttinda fengju þeir að njóta í lútersku landi.
Enginn sæmilegur maður vill njóta þeirra réttinda hjá
öðrum, sem hann er ekki fús á að láta þeim í té. Hver
réttindi lætur rómverska kirkjan mótmælendum í té í lönd-
Urn, þar sem hún fær að vera einráð? Nokkuru síðar en
herra biskupinn í Landakoti kvartaði yfir því í viðtali í
hforgunblaðinu, að honum og klerkum hans hefði ekki