Morgunn


Morgunn - 01.12.1956, Side 8

Morgunn - 01.12.1956, Side 8
Kirkjurnar og sálarrannsóknirnar Erindi, sem W. R. Matthews dómprófastur vi'ö St. Páls- kirkjuna í London flutti í brezka útvarpiö ★ Ég ætla að tala um kristnu kirkjurnar og sálarrann- sóknamálið, og ég ætla að taka fram nú þegar, að það er ekki auðvelt. Yfirleitt má segja, að kristnu kirkjurnar hafi litið á sálarrannsóknamálið með tortryggni, og um þetta eru þær loks samferða vísindunum. Ég hygg að ástæðan sé sú, að af sálarrannsóknunum virðist mega draga ályktanir, sem eru ekki að öllu leyti í samræmi við kenningar „rétttrúaðra" vísinda og „rétttrúaðrar“ kirkju. Og vitanlega eru flestir menn smeykir við að hugsa í þá átt, sem gengur í berhögg við grundvallarhugmyndir vís- indanna og kirkjunnar. Það væri ekki sannleikanum sam- kvæmt að fullyrða, að ekki hafi ágætir, kristnir einstak- lingar haft áhuga fyrir sálarrannsóknunum. Margir þeirra hafa aukið góðum skerfi við þær rannsóknir, en meiri hluti kristinna manna lítur á þetta mál annaðtveggja með fyrir- litningu eða hræðslu. Ég er ekki þeirrar skoðunar, að hér sé ástæða til fyrirlitningar, en ég er vissulega þeirrar skoðunar, að ástæða sé til að fara varlega. Að ganga að þessu máli með léttúð eða dómgreindarleysi, getur verið hættulegt. Uppspretta dýrmætrar hjálpar? Nýlega hefir verið stofnað félag, sem heitir: „Kirkjuleg samtök um að leggja stund á sálræn efni“ (Churches

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.