Morgunn


Morgunn - 01.12.1956, Side 10

Morgunn - 01.12.1956, Side 10
88 MORGUNN ákaflega girnileg til fróðleiks og sannarlega athyglisverð. En þetta er ekki málið allt. Meginviðleitni sálarrannsóknanna hefir verið sú að leita sönnunar fyrir því að vér lifum líkamsdauðann. Þetta var höfuðviðfangsefni hins mikla frumherja, F. W. H. Myers, sem reit hið klassiska rit: Persónuleiki mannsins og líf hans eftir líkamsdauðann (Human Personality and its Survival of Bodily Death). Áreiðanlega er þessi löngun eftir raunverulegum sönnunum fyrir framhaldslífinu mátt- ugasti aflvakinn í hreyfingunni enn. Hverjar hafa þá orð- ið niðurstöðurnar fram til þessa dags? Hver hefir orðið árangurinn af leitinni að ómótmælanlegum sönnunum þess, að látnir menn hafi haft samband við oss í gegn um miðla í dásvefni eða með ósjálfráðri skrift? Til þess að gefa yður tæmandi hugmynd um árangurinn þyrfti ég að flytja marga fyrirlestra. Leyfið mér að segja yður, hvernig þessi sönnunargögn, að svo miklu leyti sem ég þekki þau, hafa orkað á mig. Ég fæ ekki betur séð en að eftir að búið er að vinza úr miklum f jölda af sönnunargögnum, sem kunna að stafa frá blekkingum eða svikum, sjálfráðum eða ósjálfráðum, vit- andi vits eða ekki, tilviljunum eða hreinum mistökum, sé eftir góður skerfur af sönnunargögnum sem álitið er að komið hafi frá framliðnum mönnum, sem a. m. k. benda sterklega til þess, að framliðnir menn, sem hafa þekkzt, hafi náð sambandi við oss. Samt held ég ekki, að þessi sönnunargögn séu svo tvímælalaust, að þau neyði mann skilyrðislaust til trúar. Það er alltaf hægt að hugsa sér aðr- ar skýringartilgátur til að skýra þessi fyrirbrigði. En þessar ,,aðrar skýringartilgátur" eru oft svo langsóttar og flóknar, að sú tilgáta, að hér séu persónuleikar raunveru- lega að ná sambandi, er miklu einfaldari og miklu eðli- legri. Orðið persóna eða persónuleiki talar einhverju skilj- anlegu máli til mín, en ég verð að játa að orðið „hugar- efni“ gerir það ekki. En nú sjáið þér, hve mikið það hefir að segja, hver hug-

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.