Morgunn - 01.12.1956, Side 7
MORGUNN
85
segja um Islenzkar Dulsagnir, annað bindi, sem Oscar
Clausen rithöfundur hefir safnað og ritað og Menningar-
sjóður gaf út. Lengsti þáttur þeirrar bókar er um ýmis-
Isle k konar dulræna reynslu höf. og í sambandi við
, . . ættfólk hans. Er frásögnin lifandi og skemmti-
agnir. ^ 0g fiytur margt athyglisvert. Dulskynj-
anir eru vafalaust tíðar með íslendingum, og bera ýmsar
bækur Oscars Clausens vitni þess. Mun hann enn eiga í
fórum sínum safn af frásögum ýmissa manna um dul-
ræna reynslu þeirra. Mun mörgum leika forvitni á að
kynnast fleiru úr safni hans en enn er komið á markað-
inn. Og ekki mun skorta lesendur að því efni.
Mikla athygli vakti hið mikla sjóslys, er sænska skipið
Stockholm og risaskipið ítalska, Andrea Doria, rákust á
og hið síðarnefnda, glæsilegasta skip ítalska siglingaflot-
ans, sökk. Fáum dögum fyrr en slysið varð sátu nokkurir
menn saman á fundi með lítt kunnum miðli
í London. Samkvæmt fundargerð, er allir
fundarmenn skrifuðu undir, gerðist það, að
miðillinn sagði skyndilega: „Mér er sýnt sjóslys, árekstur
tveggja skipa. Þetta er ekkert hversdagslegt slys. Geysi-
stór skip, hafskip. Á Atlantshafinu, ekki langt frá Eng-
landi. Það er þoka þarna, en skínandi bjart veður nálægt.
Ég sé þarna þrjár kórónur. Slysið þykir stórfrétt, þegar
það verður“. Nokkurum dögum síðar varð slysið. Raunar
fyrir strönd Nýja-Englands en ekki Englands, eins og
miðillinn fullyrti. I skipsmerki sínu bar sænska skipið
þrjár kórónur.
Forspá um
sjóslys.