Morgunn - 01.12.1956, Side 53
William Stainton Moses
★
Einn mesti áhrifamaður meðal spíritista á sinni tíð
var William Stainton Moses, gáfu- og lærdómsmaður mik-
ill og auk þess gæddur víðtækum sálrænum gáfum. Hann
fæddist á Englandi árið 1839 og andaðist 1892. Faðir hans
var menntaskólarektor og veitti syni sínum hið bezta upp-
eldi, enda komu afburða námsgáfur snemma í ljós hjá
syninum.
Meðan Stainton Moses var drengur, bar nokkuð á því,
að hann gengi í svefni. Einhverju sinni átti hann að gera
heimaritgjörð, en var óánægður með hana um kvöldið, er
hann gekk til svefns. Um nóttina fór hann á fætur í svefni,
settist við skrifborð sitt og skrifaði þá aðra ritgjörð um
sama efni. Hann hafði enga hugmynd um þetta um morg-
unin, er hann gekk að skrifborði sínu og sá nýju ritgerð-
ina á borðinu. En í skólann fór hann með þessa ritgjörð,
fékk mikið lof fyrir hana og hæstu einkunn.
Að afloknu stúdentsprófi tók hann að stunda háskóla-
nám í Oxford, en varð að hætta því um skeið sakir veik-
inda. Meðan hann var að ná heilsu, dvaldist hann um skeið
1 einu hinna frægu munkaklaustra grísk-kaþólskra manna
a Aþosfjalli í Grikklandi. Síðan lauk hann háskólaprófum
SlUum með ágætum og vígðist prestur í ensku biskupa-
kirkjunni. í því starfi gat hann sér mikinn orstí, en þótti
hijög íhaldssamur um trúarskoðanir. Jafnhliða tók hann
að leggja fyrir sig ritstörf.
Þrítugur að aldri veiktist hann enn á ný og leitaði lækn-
lshjálpar hjá dr. Speer, sem var víðkunnur læknir á þeirri