Morgunn - 01.12.1956, Side 74
152
MORGUNN
verið lögfræðingur þar á fyrri hluta 19. aldar. í dáleiðsl-
unni kvaðst „Bridey Murphey“ hafa haft mikla ánægju af
að lesa bókina The Green Bay. Ekki hefir tekizt að hafa
upp á nokkurri írskri bók með því nafni. Ekki þykir ná
nokkurri átt það, sem „Bridey“ sagði um verðlag á vissum
hlutum í írlandi á sinni tíð. Við nánari athugun hefir ekki
vottur af sönnunargildi fyrir endurholdgun fundizt í þeim
fáu sér-írsku orðum, sem „Bridey“ notaði undir dáleiðslu-
áhrifunum. Og næsta vandræðalegt er það, að „Bridey“
kvaðst muna vel eftir kirkju heil. Teresu í Belfast. En
hornsteinn þeirrar kirkju var ekki lagður fyrr en 20. okt.
1909, eða 45 árum eftir að „Bridey“ á að hafa dáið. Þá
talaði hún um að hún myndi eftir hlutum heima í Irlandi,
sem þá voru sannanlega naumast eða ekki til þar í landi.
Þá þykir a. m. k. spíritistum næsta grunsamlegt það,
sem frúin sagði undir dáleiðslunni um líf sitt í öðrum
heimi, frá því er hún andaðist í Belfast og unz hún endur-
holdgaðizt vestur í Ameríku. Er naumast hægt að kalla
þær frásagnir annað en hugarburð, eða lélegan skáldskap
og meira en iítið ósennilega sögu af þessu 59 ára tímabili
milli jarðvista hennar.
Af hvaða uppsprettu eys frú Simmons sögu sína, meðan
hún er dáleidd?
Hér getur verið um hreint hugmyndaflug hinnar dá-
leiddu konu að ræða. Það er harðla undarlegt, að frú
Simmons skuli ekki hafa verið dáleidd síðar og spurð um,
hvaðan hún hafi haft sögu sína. Undir öruggum og djúp-
um dáleiðsluáhrifum ætti hún sjálf að geta gefið mikil-
vægar upplýsingar um það. Samkvæmt ákvörðun eigin-
manns frúarinnar var tilraununum hætt, enda voru hjónin
bæði málinu öllu andvíg, undir niðri, af trúarástæðum.
Mikilvæg atriði til skilnings á málinu leiddi amerískur
prestur loks í ljós, séra Wally White í Chicago. Hann upp-
lýsti það, að frú Simmons hefði átt heima til þriggja eða
fjögurra ára aldurs í borginni Wisconsin h. u. b. beint á
móti konu, sem heitir Bridie Murphey Corkell og er enn