Morgunn - 01.12.1956, Side 73
MORGUNN 151
lega mikið, hefir sennilega náð metsölu vestan hafs á ár-
inu, sem leið.
Bókin, sem hr. Bernstein nefndi The Search for Bridey
Murphey, vakti ótrúlega athygli. Hún lá hvarvetna á borð-
um manna, og endurholdgunartrúin varð almennt um-
ræðuefni. Fjöldi manns tók að kukla við dáleiðslu. Dá-
leiðslan varð bókstaflega einn af höfuð samkvæmisleikjum
fjölmargra manna vestan hafs.
Hr. Bernstein, sá sem tilraunirnar gerði og bókina gaf
út, var vinur ungu konunnar, frú Simmons (dulnefni) og
manns hennar. Hann þóttist finna, að frúin væri mjög
næm fyrir dáleiðslu og fékk hjónin til að ganga inn á þess-
ar tilraunir. Hann leiddi frúna, dáleidda, ár fyrir ár aftur
í tímann, spurði hana og spurði, og nær því ævinlega gaf
hún greið svör. Eftir blaðaviðtölum við frúna að dæma,
varð hr. Bernstein afar undrandi yfir frásögnum hennar.
En Adam var ekki lengi í Paradís. Glöggskyggnir menn
fóru að gagnrýna málið. Þá kom upp úr kafinu, að hér
voru meira en lítið alvarlegar skekkjur á ferðinni. Það
var þegar augljóst að afar erfitt yrði, eða ómögulegt, að
rannsaka málið til fulls, sögulega, með því að á þeim tím-
um, sem „Bridey Murphey“ á að hafa verið uppi, voru
ekki færðar kirkjubækur yfir fædda, dána og gifta á Ir-
landi.
Þó var fljótlega hægt að ganga úr skugga um, að bæði
í aukaatriðum og meginmáli voru fjölmargar sögulegar
villur í máli dáleiddu frúarinnar. Fæst af þeim nöfnum,
sem hún nefnir, hefir tekizt að finna á írlandi, nema sum
svo algeng, að í þeim felst ekkert sönnunargildi. Enginn
staður er til með nafninu „Meadows“, þar sem „Bridey“
kvaðst hafa fæðst. Ekki er unnt að finna í skýrslum
Drottningarháskólans í Belfast, að þar hafi nokkrir menn
komið við kennslu, sem borið hafa nafnið Brian Mac-
Carthy, og meira að segja finnst hvergi í heimildum í Ir-
landi stafur fyrir því, að maður með þessu nafni hafi