Morgunn - 01.12.1956, Blaðsíða 30
108
MORGUNN
gegn sumura þeirra sjúkdóma, sem nú eru verstir bölvald-
ar mannkynsins. Og þegar vér hugsum um þau ógrynni
fjármagns, sem ýmist er varið í einskisverðan hégóma eða
til annarra miklu verri hluta, þá ætti oss að lærast að snúa
gegn sjálfum oss, en ekki Guði, hinni ægilegu spurning,
hversvegna saklausir þjást.
Þessu er óhætt að hreyfa hér, án þess að meiða nokkurn
mann. Ég hefi enga löngun til þess. Hér eru engin vís-
indaleg stórafrek leyst af hendi. 1 fámennu þjóðfélagi
voru geta læknarnir aðeins fylgzt með þeim afrekum.
sem í öðrum löndum eru unnin, og notað það, sem þeim
er þann veg í hendur búið. En meðan vestrænn heimur
lætur meginstraum fjármagnsins renna fram hjá þeim,
sem gætu ráðið bót á verulegum hluta þjáningarinnar,
beinist spurningin um þjáninguna fyrst og fremst að oss
sjálfum.
Einn ágætasti maður Breta nú á tímum segir í bók, er
ég las nýlega: „Ef vér aðeins gæfum læknunum mögu-
leika. Ef vér aðeins notuðum öll þau vopn, sem vér eigum,
til að uppræta þær syndir, sem leiða hryllilegar þjáningar
yfir sakleysingjana, ef vér aðeins beittum öllum þeim
tækjum, sem sálfræðin fær oss í hendur til að vinna stjórn
á huga vorum, ef bænin, trúin, fjármagnið, mannvitið
væri hagnýtt til hins ýtrasta til að snúast gegn þjáning-
unum, er ég sannfærður um, að þjáningarnar, sem til
væru eftir 50 ár, mundu ekki verða oss neitt risavaxið
vandamál".
Ég hygg, að þetta sé markið Guðs með oss. Spurningin
er ekki sú, hvað Guð geti gert, heldur hitt, hvað hann
gerir. Og hann gerir ekki í vorn stað það, sem vér eigum
að gera sjálf. Þessvegna stendur hann ekki ábyrgur fyrir
því, sem vér eigum að gera.
Vill hann þessar þjáningar? Um það get ég ekki rætt
í stuttu máli. En auðsætt er, að í þessum heimi, þar sem
frjálsum vilja mannsins er gefið eins mikið svigrúm og
raun er á, frjálsum vilja hans, heimsku hans og synd,