Morgunn - 01.12.1956, Qupperneq 32
110
MORGUNN
Ignatiusi, en hann sagði, þegar hann var leiddur út til
ægilegs kvaladauða og píslarvættis: „Nú er ég að byrja að
verða lærisveinn".
Hlustendur mínir, það er auðvelt að tala um þessa hluti
hjá hinu, að bera þessar byrðar. En oft leita þessar spur-
ingar á oss, og í umkomuleysinu verðum vér að leita svars.
Mér er ljóst, hve léttvægt það er, sem ég hefi verið að
setja fram, en niðurstöðurnar af því, sem mér kemur oft-
ast í hug í sálusorgarastarfinu, sem ég vinn í miklum veik-
leika ýmist fyrir þá, sem sjálfir bera saklausir böl, eða
hina, sem eru að bera byrðar þeirra, sem saklausir þjást,
niðurstöðurnar mætti setja fram í fjórum liðum:
1) Guð getur ekki hindrað þessar þjáningar, nema með
því móti að breyta grundvallarlögmálum tilveru vorrar til
þeirrar áttar, að oss yrði miklu síður til blessunar. Vér
erum hver annars limir, samábyrg fjálskylda um sæld
og sorg, og þessvegna er böl hins saklausa tíðast samfé-
lagsböl. En blessun samfélagsins er þúsundföld á móti því
böli, sem vér verðum fyrir það að bera.
2) Er Guð starfandi með innblástur og leiðsögn til að
fjarlægja þjáninguna í samræmi við þau lögmál, sem hann
hefir sett í lífi voru og viljafrelsinu, sem manninum er
gefið.
3) Þótt Guð leggi ekki einstaklinginn persónulega undir
þjáningar, þá er vöxtur manngöfginnar í þeim, sem finna
hina réttu afstöðu til þjáningarinnar, hin aukna samúð,
samkennd, rannsóknir, þjónusta og kærleikur, sem þjáning
saklausra vekur, innblásin af Guði og ein af aðferðum
hans til að snúa böli manna í blessun, því böli, sem maður-
inninn hefir yfir sjálfan sig leitt með fávizku og synd.
4) Sjálfur Guð ber sinn skerf þjáningarinnar. Að mögla
gegn þjáningunni sem ráðstöfun Guðs er að mögla gegn
honum, sem mest hefir þjáðst. Sonurinn klæddist holdi,
gerðist einn limur mannfélagsfjölskyldunnar, samfélags-
ins. Hann naut ekki aðeins hins sameiginlega sjóðs sam-
félagsins, hann jók ekki aðeins þann sjóð meira en nokkur