Morgunn - 01.06.1960, Side 32
26
MORGUNN
urnar, sem hvarvetna liggja í leyni á vegi rannsókna-
mannsins, og það er ekki unnt, að vera samvizkusamari
en hann var, er hann skrásetti fyrirbrigðin. Ef sumar
blaðsíðurnar í skýrslum þeim, sem hann skrásetti, kunna
að vekja bros eða jafnvel aðhlátur, kemur það ekki til
af falslausrí einfeldni hans, heldur af hinu, að hann var
gæddur þeim samvizkusama hjartahreinleik, að hann hefði
aldrei getað ranghermt um staðreyndir ,er hann skráði
þær. Ég dáist ekki að nokkuru meira í fari hans en vits-
munalegum heiðarleika hans og óbilandi hugrekki í að
standa óhagganlega með því, sem hann taldi satt og rétt“.
Hvað var eðlilegra um þennan mann, sem hafði varið
meginhluta ævi sinnar til þess að rannsaka ráðgátuna
um framhaldslífið, en það, að hann skildi eftir sig inn-
siglaða orðsending, til þess að andi hans gæti komið henni
fram í gegn um miðla, þegar hann væri látinn, ef unnt
væri.
Þessa frægu orðsendingu, sem hann ætlaði að reyna að
koma fram með eftir lát sitt, skrifaði hann 10. júní 1930
og setti inn í margföld umslög. I innsta umslaginu var
orðsendingin sjálf, í hinum voru „lyklar“ að leyndar-
málinu. Sir Oliver andaðist 22. ágúst 1940, og innsta um-
slagið var ekki opnað fyrr en 19. maí 1954. Á umliðnum
14 árum höfðu verið haldnir 130 fundir með ýmsum miðl-
um, til þess að taka á móti orðsendingu um leyndarmálið
frá honum.
Leyndarmálið, sem hann hafði engum lifandi manni
sagt fyrir andlát sitt, var mjög persónulegs og hvers-
dagslegs eðlis. Samt var það nógu flókið til þess, að úti-
loka að unnt væri að gizka á það með nokkuru sennilegu
móti. Leyndarmálið, sem hann hafði skráð í innsta um-
slagið, var fimm-fingraæfing á píanó, sem hann hafði
lært á nótnabók fyrir byrjendur í bemsku sinni, og hafði
þrásinnis síðan, þegar hann var annarshugar, barið með
fingrunum á borð eða skrifborð sitt.