Morgunn


Morgunn - 01.06.1960, Page 32

Morgunn - 01.06.1960, Page 32
26 MORGUNN urnar, sem hvarvetna liggja í leyni á vegi rannsókna- mannsins, og það er ekki unnt, að vera samvizkusamari en hann var, er hann skrásetti fyrirbrigðin. Ef sumar blaðsíðurnar í skýrslum þeim, sem hann skrásetti, kunna að vekja bros eða jafnvel aðhlátur, kemur það ekki til af falslausrí einfeldni hans, heldur af hinu, að hann var gæddur þeim samvizkusama hjartahreinleik, að hann hefði aldrei getað ranghermt um staðreyndir ,er hann skráði þær. Ég dáist ekki að nokkuru meira í fari hans en vits- munalegum heiðarleika hans og óbilandi hugrekki í að standa óhagganlega með því, sem hann taldi satt og rétt“. Hvað var eðlilegra um þennan mann, sem hafði varið meginhluta ævi sinnar til þess að rannsaka ráðgátuna um framhaldslífið, en það, að hann skildi eftir sig inn- siglaða orðsending, til þess að andi hans gæti komið henni fram í gegn um miðla, þegar hann væri látinn, ef unnt væri. Þessa frægu orðsendingu, sem hann ætlaði að reyna að koma fram með eftir lát sitt, skrifaði hann 10. júní 1930 og setti inn í margföld umslög. I innsta umslaginu var orðsendingin sjálf, í hinum voru „lyklar“ að leyndar- málinu. Sir Oliver andaðist 22. ágúst 1940, og innsta um- slagið var ekki opnað fyrr en 19. maí 1954. Á umliðnum 14 árum höfðu verið haldnir 130 fundir með ýmsum miðl- um, til þess að taka á móti orðsendingu um leyndarmálið frá honum. Leyndarmálið, sem hann hafði engum lifandi manni sagt fyrir andlát sitt, var mjög persónulegs og hvers- dagslegs eðlis. Samt var það nógu flókið til þess, að úti- loka að unnt væri að gizka á það með nokkuru sennilegu móti. Leyndarmálið, sem hann hafði skráð í innsta um- slagið, var fimm-fingraæfing á píanó, sem hann hafði lært á nótnabók fyrir byrjendur í bemsku sinni, og hafði þrásinnis síðan, þegar hann var annarshugar, barið með fingrunum á borð eða skrifborð sitt.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.