Morgunn - 01.06.1965, Side 7
Vorið kemur
☆
Vonagjafinn öllum ertu
— ennþá grær og loftin hlýna.
Kom þú blessað, vor, og vertu
velkomið í sálu mína.
Engin þjóð í víðri veröld hefur þráð vorið lengur og heitar
en við íslendingar. Það hlaut svo að verða. Vetrarmyrkrið
og einangrunin verður þeim þungbært og dapurt, sem ljós-
inu unna og þrá fegurð lífs og fylling. Og við höfum svo oft
orðið að bíða, biða svo óralengi eftir vorkomunni. „Það
sumrar svo seint á stundum, þótt sólin hækki sinn gang“.
Islenzka vorið kemur ekki sunnan yfir höfin, samkvæmt
áætlun, eins og flugvélarnar okkar eða skipin. Komu þess
seinkar oft úr hófi fram — en það kemur að lokum og oft
því yndislegra, blíðara og betra, sem við höfum beðið þess
lengur, alveg eins og það vilji bæta fyrir það, hve lengi það
hefur tafizt á leiðinni til okkar.
Við höfum löngum verið vorinu háð og harla bundin, átt
undir því að verulegu leyti, ekki aðeins afkomu okkar og
hag, heldur beinlínis líf okkar. Margur bóndinn hefur beðið
vorsins í ofvæni þess, sem veit, að allt er í veði, lif bústofns-
ins í bjargarleysinu, afkoma og framtíð hans sjálfs, konu
hans og barna. Er það furða, þótt heitt hafi verið beðið
og hjartað þráð komu vorsins? Nú erum við að visu ekki
jafn óskaplega háð vorinu og áður var, og þó er i raun og
veru enn allt undir því komið, þrátt fyrir aukna tækni og
velmegun. Við kunnum að geta beðið þess ofurlítið lengur
nú, en án þess getum við ekki iifað. Svo nátengt er það enn,
bæði þjóð og þjóðlífi.
Sennilega er það svo, að það er maðurinn einn, sem fylli-
1