Morgunn


Morgunn - 01.06.1965, Blaðsíða 9

Morgunn - 01.06.1965, Blaðsíða 9
MORGUNN 3 Á svarinu eru margar hliðar og líklega fleiri en við í fljótu bragði hyggjum. Fyrst er að benda á þá staðreynd, að við skynjum tímann ekki ólíkt og hreyfingu, óslitinn straum, sem virðist falla í eina átt frá fortíð til framtíðar. Og við höfum búið til tæki, tímamæla, klukkur og úr, til þess að mæla hraða þessa straums. Nú er það svo, að við skynjum, að hlutirnir og einnig við sjálf séum á hreyfingu, fyrst og fremst með því að miða við einhverja þá hluti, sem okkur virðast standa kyrrir, eða hreyfast með öðrum hraða eða í aðrar áttir. Við skynjum ekki, að jörðin sé á hreyfingu vegna þess, að við hreyfumst sjálfir með henni í sömu átt og með sama hraða. Það var fyrst, er við tókum að miða jörðina við aðra hnetti úti í geimnum, sól og stjörnur, sem hreyfðust á annan hátt en hún, að við komumst til skilnings á því, að jörðin stæði ekki kyrr og að við væmm með henni á fleygiferð, enda þótt við stæðum kyrrir í sömu sporum. Þetta, að við skynjum tímann, virðist því benda á, að við séum honum að einhverju leyti óháðir og getum því virt hann fyrir okkur líkt og stæðum við álengdar við hann. Og þetta er óneitanlega harla athyglisvert og efni til íhugunar. 1 öðru lagi hefur meðvitund okkar um fortíð og framtíð sín áhrif á hverja líðandi stund og hlýtur að gera það. For- tíðin getur varpað skugga á nútíðina og gerir það oft. En hún getur líka aukið gildi hennar og mæti. Vorið verður okkur ennþá yndislegra og vekur okkur dýpri fögnuð vegna þess, að við könnumst við dásemdir þess og minnumst hinna horfnu vora. Og á sama hátt verða stundir vorsins okkur ennþá hugstæðari og ljúfari, ef við höfum þráð það lengi og hlakkað til komu þess. Og ekki þarf að fara í neinar graf- götur um það, að framtíðin og viðhorf okkar og vonir til hennar, setja sinn blæ á hverja líðandi stund, auka fögnuð hennar og gildi eða draga þar út, eftir því hvort við erum bjartsýn eða svartsýn á framtíðina. Þrösturinn í garðinum mínum virðist alltaf jafnglaður á hverjum vormorgni, þegar blærinn er mildur og sólin skín. Og lóan í mónum er jafnan hnípin og hljóð, þegar rignir. Og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.