Morgunn


Morgunn - 01.06.1965, Blaðsíða 10

Morgunn - 01.06.1965, Blaðsíða 10
4 MORGUNN svo er það um dýr og jurtir yfirleitt, að það er hið ytra um- hverfi þeirra og aðstæður, sem skapa vellíðan þeirra, ef ekki ama að þeim einhverjir sjúkdómar. Viðhorf mannsins til líðandi stundar mótast hins vegar að verulegu leyti af því, sem inni fyrir býr með honum sjálfum, endurminningum hans, vonum og trú, því sem fortíð hans geymir og því, sem hann væntir af framtíðinni. Þess vegna getur maðurinn verið dapur og hnugginn í sólskininu og við ágætan ytri hag, og einnig glaður og ánægður, enda þótt syrti í lofti umhverfis hann, og jafnvel þótt hann eigi ekki völ margs af ytri gæð- um eða auði þessa lífs. Hann getur, eins og skáldið segir, átt „sumar innra fyrir andann, þá ytra herðir frost og kyngir snjó.“ Við það að öðlast skynjun tímans með nokkrum hætti og geta fyrir það greint á milli fortíðar, nútíðar og framtíðar og átt þetta þrennt svo að segja allt í senn, hefur maðurinn að vísu tapað nokkru af því, sem hann áður átti, en einnig fengið harla mikið í staðinn. Yfirleitt getur hann ekki lengur notið augnabiiksins og gefizt því jafn gjörsamlega á vald eins og fuglinn og blómið nýtur blíðu vorsins. Stundin er honum ekki fyllilega fersk og ný, ekki sú einstæða opinber- un, sem ber fyllingu sína eingöngu í sjálfri sér. Þó gefast okkur mönnunum einstöku sinnum slík augnablik, „augna- blik helguð af himinsins náð,“ þar sem við í hæstri bifan gleymum bæði stund og stað, þar sem tíminn er ekki framar til og við erum sem frá okkur numdir. Þetta er undursam- leg reynsla og ólik öllu öðru, því hún gagntekur manninn gjörsamlega á meðan hún varir, og getur jafnvel umskapað hann á einu vetfangi og gjört að nýjum manni. Þjóðskáldið Matthías lýsir slikri stund í kvæðinu Leiðsla. Hann segir: Ég andaði himinsins helgasta blæ og minn hugur svalg voðalegt þor, og öll hjarta míns dulin og deyjandi fræ urðu dýrðleg sem Ijómandi vor.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.