Morgunn - 01.06.1965, Síða 31
MORGUNN
25
búinn að sjá svip Edwins, er staðið hefði rétt við rúmgaflinn.
Áður en svipurinn hvarf, hafði hann veifað þrjá hringi í loft-
inu. En það skildi Daniel þannig, að vinur hans ætti við það,
að hann hefði dáið fyrir þrem dögum. Hjónin voru, eins og
fólk vill verða í slíkum tilfellum, tortryggin, og sögðu við
hann: „Vitleysa, barn — þú ert veikur og þetta eru áhrif
sótthitans á heila þinn.“
En þau urðu mjög undrandi, er þau síðar fengu þetta stað-
fest út í æsar.
Fjórum árum seinna bar svipaða sýn fyrir Home, þá sagði
hann, að móðir sín væri dáin, hún var þá aðeins 42 ára gömul.
Reyndist það rétt. Upp frá því sagðist hann vera í næstum
stöðugu sambandi við hana. Geðlæknar, sem reyndu að skýra
þetta sögðu, að snöggt áfall gæti framkallað hjá manni svo
viðkvæmum á taugum, ástand, er gæti orðið að ósviknum
dásvefni, sem hann svo gæti framkallað eftir vild, eftir því
sem hann þroskaði þetta lengur með sér. Þessi þróun varð til
þess, að hann hóf hinn fræga miðilsferil sinn. En öllu lengur
hefði hann hvort eð er ekki getað verið hjá fósturforeldr-
um sínum.
Upp á síðkastið hafði hið kyrrláta heimili komizt allt í upp-
nám vegna alls konar atburða, sem voru hver öðrum óskilj-
anlegri. Fyrst tók fólkið eftir því, að húsgögnin höfðu án
minnsta hávaða tekið upp á því, að færa sig úr stað sjálf, og
má nærri geta hvað fólki hefur fundizt um það. Home lýsti
því yfir, að hann væri jafn undrandi á þessum flutningafyrir-
brigðum kringum sig og allir aðrir. Það hófst með því, að
hann var einn í herbergi sínu að bursta hár sitt. Þá sér hann
allt í einu í speglinum, að stóll er að mjakast óhugnanlega í
áttina til hans. Þessu lýsti hann síðar með þessum orðum:
„Tilfinningin, sem fyrst greip mig, var ákafur ótti, og ég
skimaði í kring um mig til þess að sjá einhvem veg til undan-
komu. En um það var ekki að rseða, því að stóllinn hélt sig
milli mín og dyranna; en þegar hann átti eftir svo sem fet að
mér, stöðvaðist hann. Þá stökk ég fram hjá honum og þaut