Morgunn


Morgunn - 01.06.1965, Page 33

Morgunn - 01.06.1965, Page 33
MORGUNN 27 fékk einmitt að reyna hinn vaxandi kraft, sem var að þrosk- ast með Daniel, því að einmitt, þegar presturinn fór að nefna Guðs nafn, heyrðust högg í stólnum, sem hann sat á, og því heitar sem hann bað, því harðari urðu höggin. Eða í stuttu máli, allt skraf prestanna var unnið fyrir gýg. Þessu hélt áfram upp frá þessu. Höggin urðu stöðugt áleitnari og alltaf jókst ferðalagið á húsgögnunum, og vakti þetta ekki aðeins undrun heldur óbeit heimilisfólksins á veslings Daniel. Brátt kom að því, að nágrannarnir, sem komust á snoðir um þetta, fóru að gera aðsúg að húsinu og bætti það ekki skapið i gömlu frænku. Enda kom að því, að allir vissu, að hægt var t. d. að fá spurningum svarað með þessum höggum. Eftir að fólk hafði gert sér ljóst, að Daniel var gæddur þessum hæfileika, leið ekki á löngu áður en hægt var að segja því hvar það myndi, með hans hjálp, finna löngu horfna ætt- ingja, skjöl eða týndar brjóstnælur o. þ. h., og margir þessir andar sönnuðu hverjir þeir væru. Ekki er tími til þess að rekja hér einstök þess háttar tilfelli. En hvað sem öðru leið, frú Cook fékk sig fullsadda á öllu þessu uppistandi og fann veslings Daniel brátt, að hann var ekki lengur vel séður á heimilinu. Hann yfirgaf því þetta bernskuheimili sitt, og virðist hafa verið heldur fátt um kveðjur, því að fóstra hans fleygði sparifötunum á eftir honum út um gluggann, þegar hann fór. Ég verð nú að fara fljótt yfir sögu, en vil aðeins geta þess í þessu sambandi, að ekki erfði Daniel þetta við frænku sína, því seinna, þegar hann var orðinn frægur maður, keypti hann handa henni snoturt, lítið hús, og þar geymdi hún í elli sinni hjá sér minjagripina, sem minntu á fóstra hennar: fyrstu barnsskóna, skrifbók, griffil o. fl. Og þegar hún dó árið 1876, minntist Home hennar mjög hlýlega. Já, þannig var þessum einkennilega, unga pilti, með dul- rænu hæfileikana, bókstaflega hrundið út í heiminn, þar sem hann átti eftir að mæta bæði mótlæti og vinna fræga sigra. Honum fór eins og svo mörgum öðrum mikilmennum á öðrum sviðum, að afstaðan til hans mótaðist annars vegar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.