Morgunn - 01.06.1965, Qupperneq 41
MORGUNN
35
hendi sinni. Meðan við horfðum á þetta, smáhvarf veran og
gluggatjöldin hættu að hreyfast...“ Og á öðrum stað skrif-
ar Crookes: „Svipurinn kom úr horninu á herberginu, tók
harmonikuna í höndina, sveif til og frá um herbergið og lék
á hljóðfærið. Svip þennan eða veru sáu allir viðstaddir í
margar mínútur. Á sama tíma sáu allir hvar Home var.
Þegar veran kom nokkuð nærri konu, er sat dálítið álengdar,
rak hún upp hljóð, en þá hvarf veran.“
Um meðhöndlun elds segir William Crookes svo frá á ein-
um stað:
„Herra Home gekk aftur að eldinum, og er hann hafði
skarað í eldinn með hendinni, tók hann glóandi stykki, sem
var nærri því eins stórt og glóaldin. Hann tók það í hægri
hönd sína og huldi það með vinstri hendinni, og síðan blés
hann á það, þar til það var orðið nærri því hvítglóandi, og
svo benti hann mér á hinn blikandi loga, sem sleikti fing-
ur hans.“
Það tók sjötíu ára látlausa vinnu, frá því að Home hætti
störfum, að þjálfa sérfræðinga þá, sem síðar urðu kunnustu
menn sálarrannsóknanna, og að fullkomna rannsóknar-
reglur og gagnrýnandi aðferðir til vandlegrar athugunar.
Hvorki Crookes né þeir, sem mest rógbáru hann, gátu séð
fyrir, hvernig sálarrannsóknarstofur nútímans yrðu útbún-
ar með hinum nákvæmustu tækjum, sem eru þannig úr garði
gerð, að sem allra minnst þörf sé að reiða sig á skilningar-
vitin.
Það, sem hér hefur verið greint frá, er nú orðið hundrað
ára gömul saga. En það er saga um brautryðjendur og bar-
áttu, sem ekki á að gleymast, heldur geymast.
Viðhorfið til sálarrannsókna er viðast hvar gjörbreytt nú
á dögum. Þannig beita nú þúsundir presta víða um heim
niðurstöðum vísindalegra sálarrannsókna til þess að blása
lífi í prédikanir sínar. Enda liggur í augum uppi, að eins og
allt annað, verður túlkun á kenningum kristins dóms að vera
í samræmi við samtíðina.
Ég vil ljúka þessum orðum mínum með þeirri ósk til Sálar-