Morgunn


Morgunn - 01.06.1965, Qupperneq 50

Morgunn - 01.06.1965, Qupperneq 50
44 MORGUNN til vill að kollvarpa að verulegu leyti þeim hugmyndum, sem menn nú hafa bæði um rúm og tíma. Stundum virðist þessi vitneskja um framtíðina aðeins ná til þess, að bent er á ákveðinn tíma, dag eða stund, sem ein- hver ákveðinn maður eða f jölskylda skuli sérstaklega minn- ast og hafa í huga vegna þess að þá muni eitthvað það ger- ast, sem þau snerti sérstaklega, án þess að uppi sé látið, hvað það muni verða. Nýlega frétti ég lauslega af einu dæmi þessarar tegundar í sambandi við miðilsfund hjá Hafsteini Björnssyni á síðast- liðnu sumri. Maður að nafni Konráð Adolphsson, sem bú- settur er í Bandaríkjunum, var þá hér á ferð og sat þennan fund hjá miðlinum. Ég skrifaði honum og bað hann að segja mér sem Ijósast af því, sem á fundinum gerðist og því, sem síðar kom fram í sambandi við það, sem þar var sagt. Hann varð vel við þessum tilmælum og hefur góðfúslega leyft mér að birta svarið, sem hann sendi mér. Bréf hans er á þessa leið: Salisbury, 28. marz 1965. Séra Sveinn Víkingur. Ég hef móttekið bréf yðar, og er mér Ijúft að skýra frá fundi, er ég sat með Hafsteini Björnssyni miðli í byrjun júní 1964. Ásamt mér sátu fundinn móðir min, frú Guðrún Elísdótt- ir, tengdamóðir mín frú Margrét Gunnarsdóttir, og tvær aðrar konur, sem ég þekkti ekki. Miðlinum til aðstoðar var maður og kona, sem ég þekki ekki heldur. Fljótlega beindist fundurinn að mér og voru gefnar grein- argóðar lýsingar á húsi því, er ég bý í hér, garðinum lýst og talað um mikla hundgá í kring um húsið. Nú vill svo til, að við eigum engan hund, en iðulega bíða 2—3 hundar á morgn- ana fyrir utan bakdyrnar hjá okkur í von um bita. Starfi mínu var lýst í stórum dráttum og greinargóð lýsing gefin af eldra manni, er ég hafði aðstoðað tveimur dögum áður en ég fór til Islands. 1 sambandi við ferð mína á flugvöllinn var því lýst og glöggt tekið fram, hvar ég hefði komið við.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.